Skrapp...

Á fund til Reykjavíkur á mánudaginn var (31.10.11) og það er s.s. sem ekki í frásögurfærandi, nema hvað við (Stjórn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar) fórum í heimsókn í hið nýja skip Landhelgisgæslunar, Þór.

Þetta nýja skip sem allt er hið glæsilegasta, er vel búið tækjum og tólum og er fært í flestan sjó, en ef sagt er svona frá því helsta þá má týna ýmislegt til.

  • Gangharði 19.5 hnútar
  • Togkraftur 120 tonn
  • Stærð: breidd 16 metrar, lengd, 93,8 metrar, hæð 32 metrar, brúttótonn 3.920.
  • Dráttarvindur 2 stk 250tt og 100t fjarstýranlegar úr brú
  • 2 kranar 105 og 8 tonnmetrar.
  • Þilfar 300m2, lestarrými 400m2, tankrými fyrir eldsneyti skips um 1.400m3
  • MOB bátar 2 stk ganghraði 35 hnútar
  • Aðalvélar 2 rúm 12.000.- hestöfl samanlagt (4.500kw hvor)
  • Ljósavélar 4 550 kw hver
  • Ásrafalar 2 1.600 kw hvor.
  • 3 hliðarskrúfur 2 að framan 1 að aftan
  • Azimuth skrúfa (viðurfellanleg snýst 360°)
  • Samhæft stjórnkerfi
  • Andveltisbúnaður
  • Olíuhreinsibúnaður.

Þessi listi er ekki tæmandi þvert á móti, þetta skip er allt hið glæsilegasta handbragð og vinnubrögð hvar sem litið er eru til fyrirmyndar og allt mjög fínt og vel unnið.  18 manns eru í áhöfn, en hægt er að hýsa 48 manns í rúmum í það heila. 

Það mátti sjá á forsvarmönnum Landhelgissgæslunar að þarna var langþráður draumur orðin að veruleik og þeir hafa fulla ástæðu til að vera ánægðir með gripin.

Smellti af nokkrum myndum af herlegheitunum og fylgja þær hér með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband