Hvað erum við að tala um hér...??

Grænir skattar eru tískuorð, sem mikið hefur verið fabúlerað um undanfarin ár. Að skattleggja eftir mengun er í raun hugmyndafræðin, einfalt ekki satt..??

Nei þetta er ekki einfalt, "grænir" skattar hafa verið við lýði á Íslandi síðan það fór að flytja inn jarðefnaeldsneyti, það hefur sennilega alltaf verið vörugjald og skattur á kolum og olíu, og það er í sjálfu sér "grænn" skattur.

Ég skil hugmyndafræðina á bakvið "græna" skatta, en nái áform SJS fram að ganga um að skatturinn sé það hár að fyrirtæki standi ekki undir honum þá erum við á rangri braut.

 Ég myndi sennilega hætta að vinna og þiggja atvinnuleysisbætur ef að ríkið tæki allan minn hagnað í sinn vasa, svo mikið er víst og það myndu flestir sem ég þekki gera. Það er nefnilega hægt að skattleggja úr hófi fram og miðað við það sem við höfum séð á síðum blaðana undanfarið þá er veruleg hætta á því að ýmislegt leggist af verði þetta að veruleika.

Hvað er næst??

Hversvegna að stoppa hér við "fast jarðefnaeldsneyti... Eigum við ekki að leggja"kolefnisskatt" á þotueldsneyti..? Það verður að gera það ef að menn eiga að vera samkvæmir sjálfum sér, þotufloti landsmanna mengar mikið, og nokkrar krónur á hvern lítra þotueldsneytis hljóta að vera sanngirnismál, flugfélögin geta þá bara hækkað miðaverð til að mæta því..

Og meðan ég man.. Hefur einhvern tíman verði tekið saman hvað einn ferðamaður sem hingað kemur með hefðbundnum aðferðum mengar mikið... ??? Það er ekki nema að hann syndi hingað og labbi svo um landið sem hann er fullkomlega "grænn" ...

Nokkrar krónur í viðbót á bensín og olíulítrann eru þá væntanlega í pípunum.. enda ekkert tiltöku mál að borga aukna skatta af tekjum sínum og svona eins og 300 kall fyrir bensínlítrann. Og auðvitað hækkar það flutningsgjöld á láði og legi, sem er sennilega ekkert tiltökumál heldur...

Og við þurfum auðvitað að leggja aukin gjöld á Metanið, það kemur jú mengun frá þeim sem það nýta þó að hún sé kannski í minna magni...

Ég held að við hljótum öll að sjá að þessi jafna er ekki að ganga upp..

Ég sé ekki fyrir mér að menn séu tilbúnir að borga hvað sem er fyrir það að koma hér á Frónið og dvelja hér með ærnum tilkostnaði í mat drykk og eldsneyti þó að fallegt sé.... Nei ég held að við séum á rangri leið í þessum málum, það er eðlilegt að skattleggja fólk og fyrirtæki en það þarf nú að gæta meðalhófs í því sem og öðru...

Góðar stundir


mbl.is Kolefnisskattur veldur uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband