2.2.2012 | 07:41
Nú líst mér á...
Ég held að Hjálmar hafi hitt naglann á höfuðið í þessu máli.. Auðvitað á að sleppa því að mynda meirihluta, enda á það að vera algjörlega óþarft í sjálfu sér. Sú aðferðarfræði sem tíðkast hefur í íslenskri pólitík og víðar að alltaf þurfi að stjórna í krafti meirihluta er úrelt og komið að því að vinna á öðrum nótum.
Meirihlutaræðið sem við þekkjum auðveldar foringjaræði og eykur líkur á spillingu og gengisfellir oft (ekki alltaf) góð mál sem koma frá "röngum" flokki. (minnihluta)
Hversvegna er bæjarstjórn ekki starfhæf nema með meirihluta.. ?? Er þetta ekki sama fólkið sem situr á stólunum, breytist eitthvað í afstöðu þeirra við það að starfa sem einn hópur frekar en tveir.. ?
Ég get nefnt dæmi um það hvernig meirihlutaræðið getur virkað.
Eitt sinn var ónefndur sveitarstjórnarmaður á tali við sveitunga sinn. Og voru þeir að ræða um daginn og vegin þegar barst í tal örlítið vandamál sem dóttir sveitungans átti við að glíma, og sveitarfélagið gæti í sjálfu sér leyst með lítilli samþykkt. Taldi sveitarstjórnarmaðurinn að það væri nú lítið mál og auðfengið enda væri ekki um ólöglegan gjörning að ræða fyrir sveitarfélagið og taldi hann víst þar sem hann væri í sitjadi meirihluta að þetta fengist samþykkt.
Líður nú nokkur tími og mál dóttur sveitungans er tekið fyrir af sveitarstjórn. Kemur í ljós í ferlinu að málið sé fordæmisgefandi og muni að öllum líkindum verða stærra í fyllingu tímans og fleiri dætur eða synir sveitunga munu sækja svipaðan greiða til sveitastjórnar í fyllingu tímans.
Þrátt fyrir þetta vill sveitarstjórnarmaðurinn sækja það stíft að hans loforð við sveitungan verði uppfyllt, hann vill eðlilega ekki ganga bak gefnu loforði og málið er tekið tvisvar fyrir í sveitarstjórn, en á endanum ákvað sveitarstjórn þverpólitískt að ekki yrði að svo stöddu farin sú leið sem sveitarstjórnamaðurinn vildi.
Þarna treysti viðkomandi því að hans mál yrði samþykkt þó að það væri byggt á veikum grunni og væri í raun íþyngjandi fyrir sveitarfélagið og þar með íbúana. Í krafti sinnar sannfæringar um málið og trausti þess að meirihlutinn stæði á bakvið hann gat hann lofað hlutum sem ekki voru á hans valdi að lofa.
ég styð Hjálmar í þessari hugmynd hans um samstarfspólitík og er sannfærður um að hér á skerinu væri margt mun betra ef að okkur bæri gæfa til þess að vinna saman en ekki í sundur eins og nú virðist vera í tísku. Einnig myndum pólitíkusar minka þann leiða vana að gengisfella allar hugmyndir vegna uppruna þeirra og skoða þær í öðru ljósi.
Samvinna er lykilorðið hér.
Guðríður yrði bæjarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.