Óttarlega er þetta nú óréttlátur skattur...

Skattlagning á lántökur til íbúðakaupa ættu ekki að líðast. Að þurfa að byrja á því að rétta ríkisvaldinu 1,5% af nýju láni þegar þú fjárfestir er náttúrulega bara GALIÐ!!!!

Þessi skattur er ekki nýr af nálinni en ósanngjarn er hann með afbrigðum ósanngjarnari en margur annar...

Síðan eru það svokölluð lántökugjöld sem er önnur svívirðan í svona málum.. Þegar tekið er lán til íbúðarkaupa þarf að greiða lántökugjald sem er yfirleitt um 1% af lánsupphæðinni.Sumar lánastofnanir lána ekki fyrir þessu gjaldi sérstaklega og því þarf að fjármagna það með öðrum hætti. Það segir sig svo sjálft að eftir því sem íbúðaverð hækkar hækka einnig lánin og þar með lántökugjöldin.Fá lánastofnanir ekki nægar tekjur af vöxtum og verðbó­­­­tum? Þarf endilega að bæta lántökugjaldi ofan á allt bixið??

Því næst eftir að kaupsamningur hefur verið gerður er honum þinglýst hjá sýslumanni. Við það tækifæri þarf að greiða stimpilgjald sem nemur 0,4% af fasteignamati eignarinnar. Í fljó­­­­tu bragði virðast þetta vera smápeningar en ef um er að ræða eign sem er metin á 25 milljó­­­­nir verða þessi 0,4% að 100 þúsund kró­­­­num sem er upphæð sem svo sannarlega getur sett strik í reikninginn hjá fó­­­­lki sem stendur í íbúðarkaupum.

Ljóta ruglið allt saman.....


mbl.is Framlengja stimpilgjaldaafslátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband