Trygging fyrir góðum dögum í ágúst...

Já það er á hreinu að það verða amsk 2 góðir dagar í ágúst, kanski 3 eða jafnvel 4, þó svo að það sé nú ekki venjan þegar maður hefur góða menn með sér til leitar á ferfættum grasbít af kyni klaufdýra og ber latneska nafnið Rangifer tarantus, með það að markmiði að fina og fella.

Veiðileyfum fyrir hreindýr var nefnilega úthlutað í gær, og viti menn ég fékk leyfi.  Ég hefði kanski átt að kaupa lottó íka, þar sem það er nú ekki venjan að ég vinni eitthvað yfir höfuð.  Nú þarf ég bara að semja við Bragðavallabóndan föður minn og ákveða dag og allt er klárt.

Ég hef reyndar ekki tölu á því hversu oft ég hef farið á hreindýraveiðar en þetta er aðeins í 4 skiptið sem að ég fæ leyfi, en mínar ferðir hafa yfirleitt falist í því að fara með öðrum og vera til aðstoðar, því að oft er nú þörf á fleiri en einum og fleiri en tveimur til að bera bráðina til byggða eftir að búið er að skjóta, og það á ekki hvað mest við á því svæði sem ég veiði á, svæði 7

Fór fyrst held ég 1984 eða 85 með þeim gamla og nokkrum öðrum og hef farið á nánast hverju ári síðan, og alltaf er þetta jafn skemmtilegt, og ég hef nánast alveg jafngaman af þessu umstangi hvort sem ég fer með sem burðardýr eða veiðimaður.

Og ekki skemmir fyrir að hreindýrakjöt er einfaldlega með því besta sem maður setur á diskinn...

Þetta er vilyrði fyrir góðum dögum.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er að skrifa ritgerð um hreindýr og langar aðeins að láta ljós mitt skína :p

Hreindýrið tilheyrir ættbálki klaufdýra og undirættbálki jórturdýra.  Þeim er svo skipt í nokkrar ættir og tilheyrir hreindýrið hjartarættinni og er eitt af 50 núlifandi tegundum hennar.
Viljiru vita meira um uppruna tegundarinnar, útbreiðslu, veiði, fæðuval, fengitíma, stofnstærð eða annað useless er bara að hafa samband.  Annars er bókin Íslensk Spendýr líka góð ;)

Andri Rafn Sveinsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 14:13

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég get lánað þér 2 ritgerðir sem ég gerði um íslenska hreindýrið þegar ég var enn í skóla, aðra í grunnskóla og hina í framhaldsskóla, í þessum ritgerðum held ég að þessar staðreyndir sem þú mynnist á hér að ofan komi fram, en mitt takmarkaða heilabú getur bara geymt svo og svo mikið af useless information........

Þú veist þá væntanlega að í árdaga hreindýra á íslandi voru þau til á stöðum eins og Vestmannaeyjum, Fljótshlíð og Reykjanesi.......

Eiður Ragnarsson, 20.2.2007 kl. 15:18

3 identicon

Heyrist þú nú vera nokkuð fróðari en ég áður en ég byrjaði að fletta bókunum í sambandi við þessa ritgerð en rétt er það að allra fyrstu fóru á land í Vestmannaeyjum og voru 13-14 dýr,  fór nú samt ekki nógu vel fyrir mörgum þeirra en nokkur gengu fram af bjargi og önnur urðu úti.  Tekið var þá uppá því að flytja 7 í land, hópurinn taldi mest 16 dýr sem drapst svo allur í Móðuharðindunum 1783...

KvAR

Andri Rafn Sveinsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 17:08

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þessi 7 voru einmitt flutt uppí Fljótshlíð, en á svipuðum tíma voru dýr sett á land á Reykjanesi.  Dreifðust þau dýr alla leið uppí Borgarfjörð þar sem þau voru líklega öll drepin frekar en að þau hafi fallið af sjálfsdáðum.

Þau dýr sem nú eru á Íslandi eru afkomendur hóps sem var settur á land í Vopnafirði árið 1774 minnir  mig.

En það getur verið að mig misminni....Enda langt síðan ég viðaði þessum fróðleik að mér..

Eiður Ragnarsson, 20.2.2007 kl. 23:24

5 identicon

Þetta fer að verða efni í ritgerð...

En rétt er að dýrin sem nú eru á Íslandi eru afkomendur hóps sem var settur í land í Vopnafirði en það var árið 1787 en ekki 1774.

Það fer að koma tími á að færa sig yfir í næsta efni þar sem góð skil hafa verið gerð á uppruna tegundarinnar og tala kannski um fæðuval, fengitíma, stofnstærð, veiði eða annað :p 

Andri Rafn Sveinsson (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband