8.3.2007 | 22:11
Hvað á þetta að þýða....
Ég er í fasteignahugleiðingum, sem er s.s. ekki í frásögur færandi, og var í kjölfarið að skoða mögulega á lánum innni á vefum bankana.
Allt var þar mjög svipað uppi á teningnum hvað varðar kaup og kjör og einnig hvað varðar það sem engin forðast frekar en dauðan, skattinn.....
Hvað á það að þýða á 21 öldinni að skattleggja lántökur fólks sem er að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið, að skattleggja lántökur.....
1,5% af þeim peningum sem þú færð lánað renna í skatt til ríkissjóðs, þetta eru peningar sem ég gæti vel hugsað mér að nota í eitthvað annað heldur en að henda í ríkiskassann, og til að bæta gráu ofaná svart þá taka bankarnir og Íbúðalánasjóður 1% í svokallað lántökugjald sem er náttúrulega bara auka vextir af þeim peningum sem þeir eru að lána þér.
Þannig að ef þú tekur 20 miljónir að láni, þá fær bankinn strax í sinn vasa 200.000.- kr og ríkissjóður 300.000.- í skatt. Samtals um hálf miljón sem strax er horfin af þeim peningum sem þú hefði ella getað notað til að koma þér þaki yfir höfuðið.
Af 500.000.- reiknast síðan 5% vextir + verðtrygging þannig að á ársgrundvelli gæti kostnaður af þessu "ráni" verið um 80.000.- krónur eða um 6.666.- krónur á mánuði.
Meiri helvítis vitleysan.................
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
minnir að það sé í skoðun (eða hafi verið) að fella út þetta blessaða 1.5% ! enda alveg arfavitlaust gjald!
Ingi Lár Vilbergsson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 23:00
Spinnum þetta aðeins lengra.
Ef þessi umræddi 500.000.- kall sem þú þarft að punga út til ríkis og banka er svo lánaður þér í 40 ár þá borgar þú litlar 3.2 mijónir fyrir herlegheitin...........
Eiður Ragnarsson, 8.3.2007 kl. 23:11
Þetta á að þýða í volgu vatni í tvo tíma, íma, haaaaaaa.
Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 11:45
þetta er náttla bara hallærislegt við hjúin erum eimmitt að gera það sama og hérna þarf að borga 10 % af kaup upphæðinni við undir skrift og það verður okkar gjöf til ríkissins, ömurlegt !!! gæti eimmitt hugsað mér að nota þennann aur í eithvað annað...
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.