29.3.2007 | 23:46
Þetta er allt að koma.........
Kerrufarmarnir eru ekki lengur teljandi á fingrum annarar handar of handtökin eru mörg.... Því sem hent hefur verið er ekki í kílóavís heldur í hundruðum kílóa....
Flutninganir eru því sem næst yfirstaðnir og komið þokkalegt skikk komið á hið nýja heimili, einungis er eftir að tæma geymslurnar 3 og það verða víst einhver handtökin sem fylgja því, og eflaust verður hægt að henda einhverjum slatta þar.
Er það ekki alveg makalaust hvað hægt er að safna miklu magni af drasli á stuttum tíma, gamla húsið var keypt 2003 og það virðist sem öll skúmaskot séu full af drasli sem ég hef engin not fyrir né engan vilja til að eiga. Þannig að það virðist vera nauðsynlegt til að maður kafni ekki í helv.. drasli að flytja á reglulegum basis.
En þetta er allt að koma.....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:50 | Facebook
Athugasemdir
pæling ...ég tók eftir því að eitt albúmið þitt er læst... hvernig gerirðu það ?
Hulda (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 01:17
oops smá rugl í mér
Hulda (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.