26.4.2007 | 12:58
Í ljósi reynslunar......
Misjafn sauður er í mörgu fé, og það á við um alla hópa þjóðfélagssins.
En ég held nú samt í ljósi reynslunar að það sé fullkomlega eðlilegt að lögreglan sendi út slíka fréttatilkynningu. Ég var staddur inni í Lindum síðasta sumar þegar lögreglan "fjarlægði" mótmælendur af lokuðu vinnusvæði, "með óþarfa harðræði" svo að orðalag mótmælenda sé notað. Ég gat ekki séð harðræðið, þar sem mótmælendur settu allt sitt hafurstask á palla á bílum Suðurverks áður en þeir settust sjálfir inní bílana sem svo flutti þá í Egilsstaði.
Það verður að hafa það hugfast að margt af svokölluðum "atvinnu mótmælendum" er fólk sem er algerlega á skjön við það þjóðfélagsskipulag sem við erum öll partur af. Margt af þessu fólki álýtur að það sé ekki sjálfsagt mál að lög og reglur gildi og fleira í þeim dúr, og það er sannfæring þess að "kerfið" sé vaxið af illum meiði og því eigi að mótæla með öllu tiltækum ráðum, löglegum eða ólöglegum.
Þegar þú viðurkennir ekki ákveðin lög þá að sjálfsögðu telur þú þig ekki vera að brjóta af þér, þó svo að þú brjótir þessi lög eða ljúgir uppá þá sem framfylgja þeim....
Mér er það líka minnisstætt þegar við nokkrir félagar í björgunarsveitinni Ársól komum í Snæfell einmitt á sama tíma og mótmælendur voru þar sem flestir, og hornaugað sem við fengum... Ja við skulum bara segja að við vorum ánægðir að augnaráð drepur ekki.
Við vorum ekki velkomnir, það er alveg á hreinu, og það var haft samband við höfuðstöðvar félagsins og starfsfólk það spurt afhverju við værum að vakta mótmælendur fyrir lögregluna.
Þetta sýnir þá fyrringu sem er í gangi hjá þessu ágæta fólki, ef þú ert í einkennisbúning og á merktum bíl með blá ljós, þá ertu partur af hinu illa lögregluyfirvaldi sem ofsækir "saklausa" mótmælendur.......
Fyrirvari er nauðsynlegur í þessu................
Lögregla biður landsmenn að taka fréttum frá mótmælendum með gagnrýnum huga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eiður þú ættir að skjóta þessu á VG kjánanna sem keppast við að úthúða lögregglunni fyrir þeirra störf
Arnfinnur Bragason, 26.4.2007 kl. 14:34
Mikið er ég sammála þér.
Ingþór (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 20:10
Já lesið t.d þvæluna inná síðunni hjá Andreu Ólafsdóttur um þetta mál
Örvar Þór Kristjánsson, 27.4.2007 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.