Alveg stórmerkilegur andsk......

Nú er vor í lofti og hlýnindi  mikil um allt land, og alveg er stórmerkilegt að það skuli vera nánast uppá sama dag og á síðasta ári en þann 28. apríl í fyrra var ég einmitt að skrifa um það sama, en þá var 19 stiga hiti sól og blíða á Reyðarfirði og ég ekki alveg sáttur við það að vera að vinna inni á kontórnum sem ég var á þá.

Þetta segir mér það að það á eftir að snjóa aftur áður en sumarið kemur og líklega verður það svona í kringum 15 - 25 maí, því að það ver nefnilega þannig í fyrra, en það var norðan stinningskaldi og snjókoma í fyrra í kringum 19-22 maí

Þetta er ekki svartsýni gott fólk heldur einungis raunsæi og reynsla því að ég man eftir eftir svona hlýindiskafla á kverju einasta ári og í kjölfarið kom hret.

En er á meðan er, njótið heil.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér Eiður, en ég er sannfærður um það að með nýju tungli fáum við eitt hret til viðbótar.

Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 20:50

2 identicon

Flott blogg pabbi minn :)
heyrðu sé þig bara :);*
elska þig

alma ;* (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband