7.7.2006 | 14:00
Frestun framkvæmda
"Vegna þennslu í þjóðfélaginu finnst ráða mönnum ráðlegt að fresta framkvæmdum við hin ýmsu verk sem eru í deiglunni af hálfu hins opinbera"
Þessi fyrirsögn er reyndar ekki tekin úr neinu blaði en þetta nær þeim boðskap sem uppi er í dag um þensluna, og verðbólguna sem nú tröllríður öllu. Ekki´ætla ég að fara að gera lítið úr þem vanda sem nú er uppi, en viðbrögðin finnast mér skrítin.
Til að minka þensluna eru uppi hugmyndir um að fresta til dæmis vegaframkvæmdum bæði á Vestfjörðum og á norðausturhorni landsins, þar sem ekki eru vegir fyrir heldur moldartroðningar sem lagðir voru með handafli fyrir seinna stríð. Vegkaflar sem kosta líklega samanlagt ekki nema um 25% af áætluðum kostnaí við byggingu nýs tónlistar og ráðstefnuhúss í höfuðborginni, og líklega innan við 10% af áætluðum kostnði við byggingu hátæknisjúkrahúss.
Hvar er þenslan mest??? Hún er langmest á stórHafnarfjarðarsvæðinu og þar ætti að sjálfsögðu að fresta framkvæmdum fyrst, það hefur verið bent á það að Kárahnjúkavirkjun og Fjarðarálsverkaefni sé líka þensluvaldur, og það er að sjálfsögðu rétt en svo merkilegt sem það er nú, þá eru þær framkvæmdir minni þensluvaldur heldur en allar þær framkvæmdir sem eru í gangi á suðvesturhorninu.
Vestfirðir eiga að hafa óskert vegafé þar til að vegir þeirra Vesfirðinga verða komnir í betra á stand, og að tengja norðausturland við restina af Íslandi á að vera forgangsverkefni einnig.
Einnig hefur verið bent á það að ekki gangi of vel að manna og reka þær sjúkrastofnanir sem við eigum nú þegar og því sé erfitt að sjá hvernig það eigi að geta gengið með nýja sjúkrahúsið okkar. Ég tel að það þurfi í sjúkrahúsmálinu að skoða innviðina betur áður en menn fara að hræra steypu í nýbyggingar, því að ef að starfsfólk er ekki til staðar til að vinna verkin þá þarf ekki nein hús.
Og svona í lokin til að sýna hvað ég get stundum verið gamaldags, þá vil ég benda á eina leið til að slá á þenslu: Tökum aftur upp skyldusparnað!!! 10% af launum þeirra sem eru að byrja sinn feril á vinnumarkaði á að taka og ávaxta. Síðan þegar þetta ágæta fólk fer í húsnæðiskaup þá er til fyrir útborguninni og ekki þörf fyrir nema 80% lán og allir græða. Ég held að þetta sé eitthvað sem skoða á alvarlega, þó að frjálshyggjumenn séu mér eflaust ósammála.
Með sparnaðarkveðju.
Eiður
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.