Kæri fjármálaráðherra

Margt hefur verið sagt undanfarin misseri um virðisauka og ferðaþjónustu.

Sitt hefur hverjum sýnst um fyrirhugaðar breytingar á vsk þrepi ferðaþjónustunar og afleiðingar því tengdar.
En tökum lítið dæmi um þær breytingar sem hafa nú þegar átt sér stað og gætu verið vísbending um mögulegar afleiðingar vegna þessara breytinga.

Árið 2015 kostaði 4 klst sigling á ímyndaðri ferju 9.000.- kr íslenskar á fullorðin einstakling. Siglingin er hugsuð sem afþreying fyrir ferðamenn. Flestir farþegar eru erlendir gestir en auðvitað slæðast með einhverjir Íslendingar eins og gengur og gerist í afþreyingariðnaði á Íslandi.

Í Júní það sama ár var gengi evru um það bil 204.- kr. Og því kostaði ferðin því um 44.-evrur. Í Janúar 2016 fóru farþegaflutningar úr 0% vsk í 11% vsk. Þessi þjónusta var fyrir þennan tíma undanþegin virðisauka og skilað því ekki slíkum skatti í sameiginlega sjóði þjóðarinnar.

11% hækkun á umræddu fargjaldi setur það upp í 9.990.- krónur og því má búast við hækkun upp í 10.000.- kr. til að mæta nýálögðum skatti. Á þeim þremur árum sem að þetta (2015-2017) dæmi spannar hækkar launavísitala einnig töluvert en hún fer úr um 100 stigum í 120 stig. Þeirri hækkun þarf auðvitað að mæta einnig, við skulum gefa okkur að vegna hækkana launa og annara kostnaðarliða sé hækkunin um 1.000.- krónur.

Miðinn er þá kominn í 11.000.- krónur, sem telja má hóflegar miðað við gefnar forsendur, en auðvitað er það undeilanlegt eins og öll mannana verk.

Skoðum síðan gengisþróun á sama tíma. Í júní 2017 er gengi evru um 115.- kr og hefur krónan gagnvart evru styrkst umtalsvert eins og þessar tölur sýna. Og áhrifin eru mikil í ferðaþjónustunni því að útlendingurinn gerir það sama og við klakabúarnir þegar við skreppum utan eða verslum á Ali Express.. við reiknum allt yfir í íslenskar krónur því það er jú okkar gjaldmiðill, við fáum launin okkar greidd út og borgum af dótinu okkar með myntinni sem sumir segja ónýta en aðrir segja að bjargi öllu sem bjargað verður..

En við ætluðum ekki að ræða gæði eða kosti og galla krónunar hér, heldur aðeins að velta upp litlu dæmi um mögulegar breytingar á starfsumhverfi ferðaþjónustunar.

Ok.. Smá samantekt í lokin.

Ferðin kostaði 9.000.- íslenskar krónur.. eða 44.- evrur í upphafi dæmisins.. en á þeim tíma eru lágmarkslaun í Þýskalandi tæpar 9 evrur, svo að það má segja að það sé ekki svo svakalega dýrt, þú ert rúma 4 klst (gróft reiknað auðvitað) að vinna fyrir svona ferð.. engin óskapleg fjárútlát fyrir túristan..

En í ár.. kostar ferðin 11.000.- kr íslenskar sem útlegst á um 95.- evrur miðað við gengið í dag.. og lágmarkslaun í Þýskalandi eru nokkurn vegin þau sömu..

Hækkunin fyrir gesti okkar er því tvöföldun á umræddri ferð og auðvitað tekur það í að borga tvöfalt meira í dag heldur en Jurgen frændi borgaði árið 2015..

Að ofansögðu þykir mér því nokkurnvegin galið að fara í hækkun á virðisauka á ferðaþjónustu á sama tíma og það er komin 2007 stemming í gengið og allt er verðmetið í erlendri mynt, ferðaþjónustan á allt sitt undir gestum frá öðrum löndum, ekki erum við svo dugleg að ferðast hér innanlands.

Það þarf auðvitað ekki að taka fram að þessir útreikningar eru ekki hávísindalegir en tölurnar eru engu að síður týndar upp af vef Hagstofunar, Landsbankans og svo gúgglaði ég lágmarkslaun í Þjóðverjalandi...

En eflaust getur einhver snillingur reiknað þetta betur og sett í vandaðra form..

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband