Hef verið......

Með afbrigðum latur við að blogga undanfarnar vikur, líklega er það að mestu tilkomið vegna mikilla anna, en töluvert hefur verið í gangi hér undanfarnar vikur.

Hæst ber ferminguna hennar Ölmu en eins og venja er þá er slegið upp heljarinnar veislu til að fagna þeim tímamótum í lífi ungmennis, og hér voru rúmlega 80 manns í mat á Hvítasunnudag.  Það var þó mikill munur nú miðað við það þegar Þórarinn var fermdur fyrir 3 árum, en eins og þeir vita sem í Ásbyrgi hafa komið (gamla húsið heitir Ásbyrgi) þá eru eldhúsfermetrarnir þar ekki nema um 4, en nú eru þeir nálægt 20.

Sjómannadagurinn var með hefðbundnum hætti hér, við (björgunarsveitin Ársól) var að venju með kaffi í Þórðarbúð, en þetta árið sáu unglingarnir okkar um herlegheitin og eru þau með því að safna sér fyrir ferð á Gufuskála í sumar.  Þar var plássið líka heldur meira en venja er til en við héldum kaffið í nýja húsinu sem nú er búið að loka.

Síðan fór síðasta helgi í fjáröflun fyrir sveitina, en við sáum um gæslu á opnunarhátíðinni sem fram fór síðustu helgi.  Og þvílíkur snilldardagur laugardagurinn var, blankalogn og sól, iðandi mannlíf um allan bæ, og tónleikar uppi í Fjarðabyggðarhöllinni sem jöfnuðust á við það besta sem gert hefur verið hér á skerinu í soundi, allt saman tær snilld.

Og ofan á þetta allt þá er vinnan eins og venjulega að slíta sundur fyrir manni frítíman, og því hefur ekki verið mikið um það að lykli sé slegið niður hér á þessum vettvangi en nú ætla ég að reyna að bæta mig, vonandi einhverjum til ánægju og sem fæstum til leiðinda.

Ég afrekaði það þó um daginn að skella fleiri myndum inn á myndasíðuna mína undir "fleiri myndir" en það voru allt myndir úr starfi björgunarsveitarinnar undanfarin ár.  Ég mun einnig setja inn myndir frá opnunarhátíðinni og úr fermingu Ölmu fljótlega....

KvER


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sæll Til hamingju með stelpuna og ferminguna. 

Gaman að vita til þess að þú er að gera upp Ásbyrgi. 

Sameinaðir þú eldhús og stofuna?   Þegar amma og afi bjuggu í Ásbyrgi þá var nú alltaf mikið fjör þó eldhúsið væri lítið.   Það var alltaf haldið uppá afmæli ömmu á nýjársdag og fjölskyldurnar komu saman til að gleðjast. Þá var oft þröngt en einhvern vegin spáði maður aldrei í það.  Vaskurinn í horninu o.fl.  Okkur krökkunum þótti alltaf voða spennandi að fela okkur undir stiganum. 

kveðja Marinó

Marinó Már Marinósson, 15.6.2007 kl. 12:46

2 identicon

Til haminju með allt saman ..byrðu í Ásbyrgi??

~ Maggy ~ 

Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 19:54

3 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Til hamingju með hana Ölmu, gamli vin... og nýja húsið

Arnfinnur Bragason, 16.6.2007 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband