Málefni líðandi stundar

Það sem ber hæðst í fjölmiðlum þessa dagana er auðvitað umræðan um mótmelendur við Kárahnjúka og Snæfell.  Sumir vilja meina að lögregla fari offari í störfum sínum en aðrir ekki.

Ég var staddur inni í Lindum akkúrat á sama tíma og lögregla var að "reka" mótmælendur í burtu með "harðræði" og ég verð nú að segja að ekki sá ég "harðræðið" en vissulega voru tjaldbúðirnar og fólkið fjarlægt af svæðinu.

Ég átti leið um Snæfell í síðustu viku þegar við félagar í Björgunarsveitinni Ársól vorum í Hálendisverkefni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, verkefni sem fellst í því að björgunarsveitir eru á ferð um hálendið m.a. til að aðstoða vegfarendur og aðra þá er gætu þurft á því að halda.  Ég vissi að þar væru tjaldbúðir mótmælenda og fannst að það ætti ekki að skipta máli fyrir okkur, en mér fannst augnaráð þessa ágæta fólks vera frekar kuldalegt þegar við mættum á staðinn og okkur bar saman um það að við værum ekki velkomnir. 

Sömu sögu var að segja af Súlumönnum (bjsv. Súlur Akureyri) þeir höfðu einnig orð á þessu og upplifðu þetta á nákvæmlega sama hátt og við, en það sem mér fannst verst var það þegar ég frétti það hjá Slysavarnarfélaginu að haft hefði verið samband við starfsfólks félagsins i Reykjavík og það spurt afhverju björgunarsveitirnar væru að fylgjast með friðsamlegum mótmælendum við Snæfell fyrir lögregluna á austurlandi!!!

Ég held að þetta sýni nú hvernig þetta ágæta fólk hugsar, það virðist vera ákaflega upptekið af því að allir séu að "vakta" það eða með öðrum orðum með ofsóknarkennd á háu stigi.  Það virðist vera eitt af markmiðum þessa fólks að sverta yfirvöld og alla sem þeim tengjast, og það virðist ekki skipta máli hvort að það á við einhver rök að styðjast eða ekki, bara ef þú tengist yfirvöldum það eitt gerir þig að "vondan"

Ég veit það ekki, mér finnst að það þurfi nú stundum að stíga varlega til jarðar þegar hitamál eins og þessi eru uppi á teningnum, og það á sérstaklega við um fjölmiðla, en mér þeir séu ekki að standa sig sem skildi í þessu máli.  Mér finnst öll umfjöllun og annað í kringm þetta allt einkennast af æsifréttamennsku og látum.  Einnig er það umhugsunarefni að þegar fjölmiðlamenn eru yfirlýstir andstæðingar virkjunar og stóriðju, hvort að þeir ágætu menn geti sannarlega flutt fréttir eða tekið upp myndskot á þann hátt að það gefi rétta mynd af þvi sem er að gerast, og það á að vera eitt af hlutverkum yfirmanna að sjá til þess að fréttir séu óhlutdrægar og það á hvorn veginn sem er. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er soldið til í þessu, Íslenskir fréttamenn hafa soldið ítrekað verið að sýna þessi vinnubrögð s.b.r. Slysið í sundlaug eskifjarðar. annað eins fár hefur ekki sést í langan tíma og blóðþorsti til að finna sökudólg.

Gylfi F (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 15:30

2 identicon

Liði þér betur ef myndatökumaðurinn eða fréttamaðurinn væri yfirlýstur virkjunasinni ? Allir eiga rétt á sínum skoðunum utan vinnu, LÍKA frétta og myndatökumenn !

H.Stef (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 17:49

3 identicon

Liði þér betur ef frétta - og myndatökumaður væru yfirlýstir stóriðjuunnendur ? Það hafa allir rétt á að hafa sínar skoðanir utan vinnu, LÍKA frétta og myndatökumenn!

H.Stef (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 17:53

4 identicon

Liði þér betur ef frétta- og myndatökumaður væru stóriðjuunnendur ? Það hafa allir rétt á að hafa sínar skoðanir utan vinnu LÍKA fjölmiðlafólk !

Hjalti (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 17:56

5 identicon

Liði þér betur ef frétta- og kvikmyndatökumaðurinn hefði rétta skoðun, væru stóriðjuunnendur ?

Hjalti (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 17:58

6 identicon

Gætir framsóknarmaður eins og þú ekki fundið upp kerfi sem flokkað gæti frétta-og kvikmyndatökumenn niður eftir skoðunum og þannig vinsað úr þá með óæskilegar skoðanir ? Eða etv gætu menn eins og þú komið og leyst hina hlutdrægu af...og komið með 'réttar' fréttir...

H.Stef (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 18:14

7 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það er engin ein skoðun "rétt" skoðun í þessu máli Hjalti minn, en mér finnst (og það er bara mín skoðun) fréttir af þessum málum vera frekar einhliða. (En það getur verið að ég sé bara hlutdrægur Framsóknarmaður)

Eiður Ragnarsson, 14.8.2006 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband