Hmmmmm

Ekki get ég nú séð að þörfin eða notkunin minki mikið ef t.d. eldsneyti hækkar, fólk þarf væntanlega að fara áfram á milli staða.  Þetta verður að öllum líkindum bara til hækkunar, það liggur í hlutarins eðli.

Það má velta því fyrir sér afhverju fjármálaráðaneytið ákvað fyrir einhverjum misserum síðan að lækka aðflutningsgjöld á stórum jeppum, á meðan ekki var lækkað neitt fyrir dísilbíla eða tvinbíla eða bara bíla sem eyða litlu eldsneyti og eru léttari og vara þessvegna betur með vegina.

Fyrsta skrefið ætti að sjálfsögðu að vera að lækka aðflutnigsgjöld og tolla af neyslugrönnum bílum, næsta skref ætti að vera að taka upp skattlagningu á notkun veganna og lækka bensín og dísilgjald til að mæta því.  Þessar aðgerðir myndu valda því að influtningur og notkun á eldsneyti myndi minka, ekki í einum grænum reyndar heldur eftir því sem að bílaflotinn breyttist.

En ég er smeykur, smeykur um að allir skattar og öll gjöld hækki bara......


mbl.is Unnið að endurskoðun á skattlagningu á ökutæki og eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona það með þér að skattkerfið muni í framtíðinni gagnast fólki sem keyrir á sparneytnum bílum.

Þegar ég var lítill gengu lang flestir krakkar í skólann. Nú eru ótrúlega margir keyrðir þangað. Almenn krafa um öruggari umferð gæti snúið þessari þróun við og sparað foreldrum bæði tíma, peninga og stress. Hækkaðir skattar gætu hjálpað til við slíka þróun.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband