28.9.2007 | 00:51
Eina í hvern fjórðug
Gott mál að ráðamenn séu loks að vakna til lífsins með fjölgun björgunarþyrlna, og vonandi hafa þeir rænu á því að hafa þær ekki allar á Torfunni eins og nú er.
Ein á Akureyri væri góð byrjun, það myndi stytta tíman sem tekur hana að sinna Norðurlandinu frá Skagafirði og alla leið á austfirði um helming. Næst skref yrði að koma annarri fyrir á Norðfirði, í tenglum við Fjórðungssjúkrahúsið þar eða á Hornafirði, því þá væri hún mitt á milli Torfunar og Akureyrar.
Þá etum við farið að tala um að það sé komið eitthvað skipulag á þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar.
Sjáum hvað setur...
Dómsmálaráðherrar Íslands og Noregs ræða um þyrlukaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Þýða
- Translation
Nota bene
Trakking
Efni
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar annarsstaðar
Þeir sem ekki blogga á MBL
- Harpa V
- Steinar Ísfeld
- Púður og peningar
- Björgvin Valur Aldrei undir rós
- Kári Sleðakall
Mínir staðir...
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er náttúrulega ekki verið að fara að fjölga þyrlum. Eins og er þá á Landhelgisgæslan bara eina þyrlu hinar eru á leigu. Þarna er um að ræða vinnu í kjölfar skýrslu sem var gerð en niðurstaða hennar var sú að kaupa ætti þrjár stórar þyrlur svipaðar TF LÍF og vera svo með eina minni svipaða TF SIF sálugri. Leiguþyrlurnar voru bara hugsaðar sem tímabundin lausn meðan unnið væri að framtíðarskipurlagi. Ein tillagan í skýrslunni var sú að fara með Noregi í útboð þar sem þeir eru að endurnýja sinn flota sem sinnir björgunar-og leitarflugi og ná þannig hagstæðari innkaupum.
Ég sé ekki sjálfur að hagkvæmur rekstur náist á þessari þyrluþjónustu ef það á svo að dreifa þeim um allt land. Það verður ekki þannig að öll sveitarfélög geti verið með þyrlu og álver.
Lesinn um málið (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 01:43
Eflaust hefur þú lesinn, lesið meira um þett heldur en ég en það breytir ekki því að ef tilgangur þessara þyrla á að snúst um öryggi, þá á að leyta leiða við að staðsetja þær á fleiri stað en einum.
Ég hef starfað í björgunarsveit í 11 ár og aldrei á þeim tíma höfum við getað reiknað með þyrlu í byrjun útkalls, allar okkar aðgerðir og áætlanir miðast við að bjarga án þess að þyrla komi að björguninni, en ef hún kemst á staðin er það auðvitað gott, en það er alls ekki á vísan að róa með það.
Þyrlurnar eiga frekar erfitt um vik þegar veður eru ekki góð, og það tekur langan tíma að fá þær á staðin ef veðrið er þeim í hag.
Þessar skoðanir mínar byggjast á reynslu og hafa ekkert með það að gera að hér í minni heimabyggð sé risið álver og mér finnst það frekar barnalegt af þér að blanda því í málið.
Eiður Ragnarsson, 28.9.2007 kl. 01:52
Rétt er það að erfitt gæti orðið að hafa eina og eina þyrlu þar sem viðhald og annað er of mikið til að hægt væri að treysta á að ein þyrla á austfjörðum og ein þyrla á Akureyri geri gæfumuninn. Betra væri ef menn séu sér leik á borði og hefðu þá frekar tvær saman á öðrum hvorum staðnum þannig að hægt sé að nýta aðstöðuna, mannskap og lager varahlutanna.
Svo varðandi útköll, þar sem ég er starfandi í björgunarsveit líka, þá held ég að það sé ansi langt þangað til við getum farið að treysta á að þyrla komi okkur til hjálpar, þar sem við búum á Íslandi.
Birgir Snær (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 08:21
http://hinriksson.blog.is/blog/hinriksson/entry/171931/ Held að þetta segi mikið af því sem segja þarf
Hafliði Hinriksson, 28.9.2007 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.