Steypa

Jæja loksins byrjuðum við af einhverju vit á húsinu okkar (Björgunarsveitin Ársól) en fyrsta steypan var steypt um helgina.  Þetta er langþráður áfangi og við hefðum átt að vera löngu búnir að þessu, en svona er þetta bara, það er ekki alltaf tími til að gera allt sem maður vildi.

Það að við skildum ná þessum áfanga er fyrst og fremst að þakka ofvirkni þeirra feðga Vilbergs og Inga Lárs, en Vilbergur var víst orðin eitthvað þreittur á seinaganginum í okkur og tók því af skarið og réðst á þetta verk og við hinir fylgdum í kjölfarið. 

En loksins er það farið af stað.

 En í nýju vinnuni er allt frekar í rólegri kantinum, maður er að reyna að tileinka sér nýja þekkingu, mest hefur það farið fram með lestri og fyrirlestrum, og ég verð að segja það, að það er nú ekki akkúrat mitt að sitja 8 tíma á dag og lesa eða hlusta á fyrirlestra.  En svona verður þetta bara til að byrja með.

Reyndar fékk ég í dag ferðaáætlun yfir það hvernig næstu tveimur vikum verður varið, og það verður ansi mikil yfirferð því að við heimsækjum, að mig minnir 6 borgir um öll Bandaríkin á þessum tveimur vikum, og verður það sértök upplifun fyrir sveitamannin Eið sem ekki hefur komið nema tvisar áður út fyrir landsteinana, (Ef Papey, Vestmannaeyjar og Skrúður eru ekki talin með).

Ég ætla að reyna að halda hér dagbók yfir ferðalagið þegar að því kemur en það verður lagt í hann á sunnudaginn kemur.

Sí jú aránd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband