29.5.2008 | 00:06
Skuldasöfnun.....
Af annara völdum, er eitthvað sem við upplifum flest.
Ekki það að ég hafi verði í ábyrgðum fyrir einhvern og engin neyddi mig til að taka lán, en engu að síður er hluti af minni skuldasöfnun eitthvað sem ég get ekki stjórnað, það er á hreinu.
Við hjónin keyptum okkur hús, og það er nú s.s. ekki í frásögur færandi, en til þess að geta keypt þá seldum við eldra hús og mættum mismuninum með lántöku, en það er nú svona eins og kaupin gerast á eyrinni.
Við tókum 18 miljónir að láni hjá íbúðalánasjóði og mér reiknast til að fyrir utan stimpilgjöld og lántökugjöld, þá séum við búin að greiða litlar 1.260.000.- kr af þessu láni. Tólfhundruð og sextíu þúsund eða eina miljón tvöhundruð og sextíuþúsund.
Það er nú s.s. í lagi, við vissum alveg að það yrði nú að borga af þessari skuld sem stofnað var til og ekki er ég að kvarta yfir því.
En, og það er stórt en, þegar mér var litið á greiðsluseðilinn sem kom núna síðast inn um lúgina þá er lánið sem í upphafi var 18.000.000.- átján miljónir komið í 19.996.796.- nítján miljónir níuhundruðníutíu og sex þúsund og sjöhundruð níutíu og sex.-
Hvað á þetta eiginlega að fyrirstilla?? Mér er spurn..
Við erum búin að greiða yfir milljón en skuldum 2 milljónum meira!!!!!!
Þetta er náttúrulega bara svívirða af versta tagi.. ætli að það endi ekki með því að síðasta afborgunin sem verður eftir um 40 ár verði svipuð og upphafslánið var 18 miljónir ???
Það stefnir að minnsta kosti í það!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:07 | Facebook
Athugasemdir
þetta er bara náttúrulega bara svindl
Ólafur fannberg, 29.5.2008 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.