Vandræðagangur

Það er nú alveg merkilegt hvað maður getur orðið háður hlutum, t.d. eins og núna er fartölvan mín í vetrarfríi í Reykjavík, þar sem Jón bróðir ætlar að reyna að hressa eitthvað uppá hana, en hún var farin að verða ansi þreytt eftir linnulitla notlkunn síðustu 3 ára.

Í þessum kosta grip eru nánast öll mín skjól er snerta pólitíkina, björgunarsveitina og bara nánast allt annað sem ég þarf bráðnauðsynlega að komast í þessa daganna.

En hvað um það.  

Var áðan að lesa um prófkjör Framsóknar í NV kjördæmi þar sem sumir flokksmenn hafa á lofti miklar samsæriskenningar um þá kostningu, og telja að brotið hafi verið á sér með samráði, ég veit ekki alveg hvað svona pælingar eiga að fyrirstilla, en þetta virðist vera regla frekar en undantekning þegar prófkjörið fer ekki eins og menn vilja, samanber önnur prófkjör sem í gangi hafa verið.

Það er alveg einkennilegt að geta ekki tekið ósigri með öðrum aðferðum en þessum, það er nú einu sinni þannig, að það er nú ekki á vísan að róa í þessu og ef menn á annaðborð hætta sér í þenna slag þá verða menn að búa sig undir það hlutirnir fari ekki endilega á þann veg sem menn kjósa.

Einn frambjóðandi undanfarinna vikna hefur ekki verið að berja lóminn með þessum hætti og tel ég það gott merki um félagslega þroska sem því miður virðist ekki vera til staðar hjá flokksbróður mínum Kristni H, en  það er Pétur Blöndal.

Hann lenti mun neðar en hann gerði sér vonir um, og mun neðar en hann átti skilið finnst mér.  Ekki það að ég sé altaf samála því sem Pétur heldur á lofti, en hann er þó allavega oftast sjálfum sér samkvæmur og málefnalegur.  Mættu aðrir frambjóðendur í prófkjörum taka hann sér til fyrirmyndar þegar kemur að því að bregðast við úrslitum sem ekki eru eftir þeirra höfði.

Nú fer að líða að því að framboðfrestur á lista Framsóknar í NA kjördæmi sé liðinn og ekki bólar á neinum í þriðja sætið enn, og hef ég orðið töluverðar áhyggjur af því að ekki skuli neinn vera komin til hér enn í höfuðvígi Framsóknar.  Eitthverjir hafa þó verið orðaðir við þriðja sætið og ber þar hæst ritara flokksins, Sæunni.  Ég tel nú reyndar ekki fullreynt ennþá í þessu máli en ég held að það yrði betra ef okkur myndi nú hugnast að setja þarna inn einhvern góðan Austfirðing, frekar en að fara flytja inn aðila utan af landi, með fullri virðingu fyrir Sæunni þó.

Við þurfum á góðum kandidat að halda í þetta sæti, því eins og þróunin virðist vera þá er nú ekki víst að við fáum jafn góðakosningu og síðast, þó að maður voni það að sjálfsögðu.

En þetta fer að skýrast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband