3.9.2008 | 13:55
Vinna og annað sumarstúss...
Ekki hefur nú verið hamrað hér inn mikið að undanförnu, bæði er blessuð vinnan alltaf að eyðileggja fyrir manni frítíman og svo einnig hefur meður einfaldlega ekki nennt að hamra hér inn eitthvað þegar stund hefur gefist, því að þá vil maður nýta hana í eitthvað annað en að sitja sveittur og reyna að skrifa eitthvað misgáfulegt á veraldarvefin.
Er ryndar búinn að eyða megninu af sumrinu í vinnunni en fór þó eittvað aðeins útfyrir bæjarmörkin með hluta af fjölskyldunni, þar sem að frumburðurinn er víst að verða of gamall til að ferðast með gamla settinu og systkinum sínum.
Farið var í Eyjafjörðin og hann allur skoðaður í krók og kima, en þriðja árið í röð klikkaði ferðin á fiskidaga á Dalvík, en þangað verður farið á næsta ári, það er á hreinu.
Búinn að fara eina hreindýraferð í átthagana en enga tarfa fundum við þannig að ég verð að fara aftur og stefnt er á það næstu helgi, þá verða vonandi mættir einhverjir tarfar á svæðið til að blýfylla.
En s.s. lítið að frétta annars, en nú með haustin mun ég reyna að vera duglegri við hamrið, vonandi einhverjum til ánægju og sem fæstum til leiðinda...
KvER
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.