Jamm enn og aftur...

Reynir á ósérhlífni þeirra sem vinna sjálfboðavinnu fyrir björgunarsveitirnar.  Þessi stærstu sjálfboðaliðasamtök Íslands með mikið af bráðsnjöllu og duglegu fólki innan sinna raða, eru bráðnauðsynleg og verða bara hreinlega að vera til staðar.

Því minni ég ykkur á það að þegar kemur að því að fjárfesta í flugeldum fyrir næstu áramót, að versla nú af þeim sem eru tilbúnir 365 daga á ári 24 klst á sólarhring að bjarga öllu því sem bjargað verður, hvort sem það eru fiskikör af bryggjukanti eða einhverjir einstaklingar í margskonar vandræðum.

Oft var þörf en nú er nauðsyn, því að það þrengir að hjá þessum félagsskap sem og öðrum í þjóðfélaginu...

Koma svo...


mbl.is 210 sinntu útköllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála - þetta eru ekkert annað en hetjur, sem okkur ber að styrkja að fremmsta megni, eins og aðstæður gera okkur kleyft.  K.kv. E.

Edda (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 00:45

2 identicon

Tja já eða í stað þess að menga og skapa slysahættu með flugeldum að styrkja þá bara án flugeldakaupa. 

Hafþór Skúlason (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 03:30

3 Smámynd: Ingimar Eggertsson

Og hér er hægt að sá sölu staði um allt land og fleira http://www.flugeldar.is/

Ingimar Eggertsson, 12.12.2008 kl. 05:17

4 identicon

Sammála, ég keypti einusinni af einhverjum öðrum og er enn með samviskubit yfir því, það gerist ekki aftur.

Kv Ingþór

Ingthor (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 07:39

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það er rétt Hafþór, það má að sjálfsögðu styrkja á annan hátt en að kaupa flugelda...

Eiður Ragnarsson, 12.12.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband