Er fækkun á Austurlandi???

Eitthvað hefur verið rætt um það núna á síðustu vikum að á Austurlandi hafi verið fækkun íbúa milli ára þrátt fyrir það að hér hafi farið fram einhverjar mestu atvinnuframkvæmdir í íslenskri iðnaðarsögu.  Það hefur verið skrafað og skeggrætt og margur verið að velta þessu fyrir sér og ekki er alveg laust við að það hlakki í andstæðinum þessara sömu framkvæmda.

En hvað veldur og því er þetta ekki skoðað í kjölin til að skilja hvað sé hér í gangi??

Ég lít svona á dæmið.  Það hefur ekki fækkað á Austurlandi, í það minnsta ekki á áhrifasvæði framkvæmdana, heldur er einungis um að ræða brottflutning á því umframvinnuafli sem hér hefur verið vegna þeirra.  Síðustu starfsmenn við Kárahnjúkavirkjun fara til dæmis ekki fyrr en næsta haust, og enn eru í vinnu hjá Alcoa tímabundinr starfsmenn frá bæði Evrópu og Ameríku.

En skoðum þetta aðeins nánar:

Ef við tökum íbúatölur síðustu 11 ár (frá 1997) til 1 des 2008 þá kemur nefnilega ýmislegt í ljós.

Árið 1997 bjuggu á Austurlandi 12.397 íbúar, en næstu ár á eftir fer þeim fækkandi og ná lágmarki árið 2002 en töldu þá 11.617 en eftir það fór þeim að fjölga aftur og hámarkið var í miðjum framkvæmdum eða árið 2006 og voru "Austfirðingar" þá um 15.306 en inni í þeirri tölu eru allir erlendir verkamenn og stjórnendur bæði Imprgilo og Bechtel en reikna má með að í heildina hafi það verið mest um 3.000 manns.

Eftir að framkvæmdum var nánast lokið þa lækkað tala Austfirðinga ört og í desember síðastliðnum taldi þessi fjórðungur 12.882 en taldi 2007 13.901

Þessar tvær tölur eru það eina sem hefur verið einblínt á, en þarna eru brottfluttir um 900, en það skýrist að mestu leyti af fráhvarfi erlendra starfsmanna af svæðinu.´

Við nánari skoðun held ég að menn sjái hver raunveruleg fjölgun er á Austurlandi:

Á milli áranna 1997 og 2002 fækkaði Austfirðingum um 780,  en það var einmitt það ár sem skrifað var undir viljayfirlýsingu um byggingu álversins.  Eftir það fjölgaði hér jafnt og þétt og ef við tökum frá erlent vinnuafl, þá hefur fjölgað hér (miðað við 1 des 08) um 1265 manns, og mig minnir að það hafi alltaf verið talað um fjölgun uppá 1600 - 1800 manns vegna framkvæmdana, og við erum ekki langt frá því, og ekki sér fyrir endan á þessu enn, því að það á enn eftir að koma í ljós á næstu 2-4 árum hvað hér fjölgar mikið, en á t.d. Akranesu fjölgaði lítið til að byrja með, en fjölgaði umtalsvert á 4-5 starfsári Norðuráls, þannig að við eigum eitthvað inni enn.

Hér í þessari töflu sem á eftir fylgir má sjá þróunina síðan 1997:

 

Fjöldi 

Fjöldi 

Fjöldi 

Breyting milli 

Breyting eftir undir-skrift samnings

Breyting milli

 % Breyting milli

 

1997

2002

2008

1997-2002

2002-2008

1997-2008

1997-2008

Vopnafjörður                    

651

592

534

-59

-58

-117

-17,97

Fellabær                       

358

362

450

4

88

92

25,70

Borgarfjörður eystri

109

96

93

-13

-3

-16

-14,68

Seyðisfjörður                                               

800

749

717

-51

-32

-83

-10,38

Hallormsstaður

48

60

44

12

-16

-4

-8,33

Egilsstaðir

1.634

1.643

2.261

9

618

627

38,37

Eiðar                        

49

29

33

-20

4

-16

-32,65

Norfjörður

1.559

1.395

1.459

-164

64

-100

-6,41

Eskifjörður

1.009

966

1.086

-43

120

77

7,63

Reyðarfjörður

682

625

1.107

-57

482

425

62,32

Fáskrúðsfjörður

631

569

697

-62

128

66

10,46

Stöðvarfjörður

295

276

233

-19

-43

-62

-21,02

Breiðdalsvík

217

182

129

-35

-53

-88

-40,55

Djúpivogur               

411

383

361

-28

-22

-50

-12,17

Nesjakauptún                    

102

78

73

-24

-5

-29

-28,43

Höfn                       

1.825

1.763

1.633

-62

-130

-192

-10,52

Strjálbýli á Austurlandi                                    

2.017

1.849

1.972

-168

123

-45

-2,23

Samtals

12.397

11.617

12.882

-780

1.265

485

3,91

Skoðum nú þessa töflu aðeins.

Frá árinu 1997 til 2002 (en 2002 markar upphaf framkvæmdana) þá fækkar á öllum stöðum hér austanlands nema á Egilsstöðum, Hallormsstað og Fellabæ.  Ekki er þó um mikla fjölgun að ræða heldur telur það aðeins um 25 manns í heildina en á meðan fækkar um 780 manns í fjórðungnum.  Langmest var það í strjálbýli og á Norfirði, en störfum í fiskvinnslu fækkaði mjög mikið þar vegna aukinnar tæknvæðingar og fækkunar smábáta.

En þá kemur kúvendingin. 

Eftir að skrifað hafði verið undir vilja yfirlýsingu við Alcoa og eftir að framkvæmdir hefjast hefur leiðin bara legið upp utan við þá fækkun sem fólst í brottflutningi erlendra starfsmanna við framkvæmdirnar.  Að vísu hefur þróuninn ekki verið jafn jákvæð á jaðarsvæðum Austurlands, því miður, en heildarfjöldi Austfirðinga er engu að síður hærri.

Segja má að Austfirðingum hafi fjölgað um rúmlega 1.200 frá árinu 2002 og vörn var snúið í sókn sem hefur nú skilað sér í tæplega 13.000 Austfiðingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Gleðilegt ár.

 Þetta er fróðleg og skemmtileg samantekt.

Áfram Austurland

Dunni, 5.1.2009 kl. 06:52

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Takk fyrir það, og viið þetta má bæta að það væri sennilega ekki mikið fleiri en 8-9000 manns sem byggju hér í dag, ef ekki hefði komið til þessara framkvæmda, því að hér var allt á niðurleið, og við vitum hversu erfitt er að snúa slíkri þróun við.

Eiður Ragnarsson, 5.1.2009 kl. 10:42

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Var ekki skrifað undir við Alcoa árið 2003?

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2009 kl. 13:03

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það var skrifað undir viljayfirlýsinguna í Janúar 2002 að mig minnir, en gengið var frá samningum 2003 og framkvæmdir hófust 2004

Eiður Ragnarsson, 5.1.2009 kl. 15:03

5 Smámynd: Helgi Guðmunds.

Austurland væri eyðimörk ef ekki hefði komið til þessara framkvæmda og engar aðrar lausnir um atvinnusköpun hafa komið fram til þessa nema einhverjir draumórar um ferðaþjónustu sem búið er að vera reyna byggja upp hvort er.

En þetta er sennilega besta auglýsing fyrir ferðaþjónustuna til þessa.

Flott grein.

kveðja

Helgi Guðmunds., 13.1.2009 kl. 09:17

6 Smámynd: Einnar línu speki

Þú ert bara duglegur í tölfræðinni... :)

Einnar línu speki, 14.1.2009 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband