Hvað er....

Stjórnmálaflokkur....??  Eða hvað á stjórnmálaflokkkur að vera???

Stjórnmálflokkur er hópur einstaklinga sem vill hafa áhrif á það í hvernig samfélagi þeir búa, og beitir til þess reglum þeim sem þeir sjálfir hafa sett í gegnum tíðina, leikreglum lýðræðis.

En stjórnmálaflokkar þróast og stundum villast þeir af leið og enda á öðrum stað en þeim er ætlað, eða ölluheldur á öðrum stað en grasrótinn eða grunnurinn vill.  Það er það sem gerðist hjá Framsókn, flokkurinn varð eitthvað annað en honum var ætlað, hann viltist af leið en nú er búið að beina honum á rétta braut.

Mis miklar mannvitsbrekkur fara nú mikin í því að reyna að sverta Framsókn og þennan tímamótaviðburð í íslenskum stjórnmálum, og gagnrýnin hjá þeim flestum er langt frá því að vera málefnaleg, það vantar bara herslumuninn að þeir kalli Sigmund Davíð skilgetið afkvæmi kölska sem hingað er kominn til að kalla yfir okkur ragnarök.

En Sigmundur var kallaður til af fólki sem vildi sjá breytingar og hefja þennan gamla flokk til vegs og virðingar á ný, fólki sem rétt eins og hver annar Íslendingur var búinn að fá nóg af dáðleysi stjórnvalda og vildi sjá róttækar breytingar, venjulegu fólki, Jóni og Gunnu hinnar íslensku þjóðar.

Og byltingin er hafin, nú hefur grasrótin yfirtekið sinn gamla flokk og vill láta til sín taka í því að endurreisa það góða ísland sem við eigum að venjast, stokka upp og taka til.

Nú hefur grasrótin látið Framsókn sæta ábyrgð á hlut flokksins í hruninu, með því að skipta um forustuna alla og byrja upp á nýtt.

Og nú er flokkseigandafélag Framsóknar komið í dreifða eignaraðild grasrótarinnar.....


mbl.is Flokknum bjargað, segir Siv
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Til hamingju Eiður ég vona bara líka að minn flokkur taki sömu framförum.

Offari, 20.1.2009 kl. 08:33

2 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Ég vona svo sannarlega að Framsókn komist á rétta braut og takist að koma góðum hlutum til leiðar sem eru landinu fyrir bestu. Það er óhætt að segja að Framsóknarflokkurinn hafi villst af leið því gjörðir hans í ríkisstjórn einkavæðingar við að púkka undir rassgatið á eigin gæðingum var orðin skelfileg. Mér líst bara vel á nýja formanninn og vona að hann haldi sig frá spillingu því hann virðist koma ferskur að kjötkötlunum

Guðmundur Bergkvist, 23.1.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband