3.12.2006 | 18:41
Þeir eru ekki fáir Framsóknarmennirnir
Ja hérna, ekki hélt ég að það yrðu svona margir um hituna í efstu sæti Framsóknar hér fyrir Norð-Austan.
Ég hélt að um þessi 10 sæti yrðu kanski svona 13-15 manns en að það yrðu 22 það kom mér á óvart. Ég tel að þetta sýni að við stöndum styrkum fótum í kjördæminu og munum fá góða kosningu í vor þó að vel megi ganga ef við ætlum að toppa síðustu kosningar.
Nú þurfa menn að skoða vandlega þá einstaklinga sem þarna eru í boði og velja saman sterkan og góðan lista fyrir kosningar í vor.
4 vilja fá sæti nr 2 en þar á meðal er einn austfirðingur og vil ég sjá hann þar inni þrátt fyrir að Birkir Jón sé búinn að gefa kost á sér í það sæti, en mér finnst persónulega það réttlátt að austari partur kjördæmisins fái þetta sæti þar sem Eyfirðingar eiga 1. sætið.
Ég hvet menn eindregið til að styja við bakið á Jóni Birni Hákonarsyni í 2. sætið því að þar er kominn maður sem getur verið öflugur málsvari okkar austfirðinga og reyndar svæðisins alls.
Ég mun styðja við bakið á Jóni.
Meira um það síðar.
22 sækjast eftir sætum 1-10 á framboðslista framsóknarmanna í NA-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
en mér finnst persónulega það réttlátt að austari partur kjördæmisins fái þetta sæti þar sem Eyfirðingar eiga 1. sætið.
Er NA-kjördæmi ekki eitt kjördæmi? Ætli þingmaður að austan hugsi ekki nógu vel um Eyjafjarðarsvæðið? Persónulega finnst mér þessi hreppapólitík vera ansi skrýtin stundum.
kv.
Sveinn Arnarsson, 3.12.2006 kl. 22:49
NA kjördæmi er vissulega eitt kjördæmi. En það er nauðsynlegt fyrir okkur sem í kjördæminu búum að fá góða dreifingu á okkar þingmönnum sama hvar þeir eru í sveit settir í pólitík. Ég held að engin yrði fyllilega ánægður með sinn lista ef eintómir Akureyringar eða eintómir Fáskrúðsfirðingar væru t.d. í 3 efstu sætunum.
Einnig er gott að fá breidd á fleiri vegu t.d. er mikilvægt að listinn sé blandaður konum og körlum, að listinn sé ekki skipaður eingöngu lögfræðingum eða hagfræðingum og ekki er heldur gott ef allir eru á sama aldri.
Hreppapólitík?? Já það má kalla þetta það, en ég held að þetta sé nú eitthvað sem menn eru almennt sammála um.
Eða hvað???
Eiður Ragnarsson, 4.12.2006 kl. 13:27
Sveinn er greinilega ekki sáttur að frambjóðendum sé dreift um kjördæmið, ég tel það af hinu góða að dreifing frambjóðenda verði sem mest, sama hvar í flokki sem menn eru, Þá er kannski möguleiki að einhver frambjóðandinn muni eftir okkur sem búum hér syðst í NA kjördæmi. Ég hef það á tilfiningunni að þeir vilji sem minnst af okkur vita sem búum á þessu svæði og draga stundum í efa það sem þeim hefur verið bent á eins og td. í samgöngumálum. Við höfum sterklegar vísbendingar að alltof margir haldi að NA kjördæim nái aðeins frá Akuryri til Egilsstaða og e.t.v. niður á Reyðarfjörð og í allra, allra næsta nágrenni.
Ragnar Eiðsson (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.