Er þetta eðlilegt?????

Ég er búinn að sinna formensku í björgunarsveitinni Ársól í nokkur ár.  Ýmislegt dúkkar upp hjá manni í því starfi en yfirleitt er mjög gaman að standa í þessu sjálfboðastarfi og mér finnst það gefa mér bara nokkuð mikið.

En, það er alltaf en,  núna er ég að græja leyfi fyrir brennu, flugeldasölu og flugeldasýningu, og það sem ég þarf af pappír er ótrúlega mikið. 

Förum aðeins yfir það.

Ég þarf (skrifleg) leyfi frá sýslumanni en til að geta fengið það leyfi þarf ég leyfi frá landeiganda, bænum, skökkvistjóra, Heilbrigðiseftirliti og staðfestingu á tvennskonar abyrgðar tryggingu. 

Til þess að geta fengi leyfi frá Heilbrigðisstofnun þarf ég leyfi landeiganda og slökkvistjóra og umsókn um starfsleyfi.

Til að geta geta fengið leyfi hjá bænum þarf ég leyfi landeiganda

Þetta getur ekki talist eðlilegt að þurfa allan þennan pappír til að fá leyfi fyrir einni smábrenn??????

Það liggur við að allur pappírnn dugi í ágætis brennu.

Reglugerðarfargan og helv...... pappírsflóð 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband