Hvað þá með....

Það ágæta fólk sem býr á Borgarfirði Eystri??  Og hefur ekki lækni eða aðra heilbrigðisþjónustu??

Hvað með þá sem búa í Grísmsey og hafa ekki almenilegar samgöngur??

Svona mætti tína meira til ef vilji er til.

Það má auðvitað færa rök fyrir því að þetta sé óréttlátt, ég mun ekki mótmæla því, en það má líka horfa á hina hliðina á peningnum og spyrja þessara spurninga.  Einnig má velta því fyrir sér hvort að aðgengi að stjórnsýslunni sé ekki einnig stjórnarskrárbrot, það er jú mun betra hjá þeim sem á suðvesturhorninu búa en annara.

Við ættum kanski að taka Bandaríkin okkur til fyrirmyndar í þessu, því að ef ég man rétt þá á Wasington DC ekki fulltrúa á þingi, það var talið óþarfi því að þingið er staðsett þar.....

Það má líka velta því fyrir sér hvort að það eigi einungis að horfa á íbúafjölda þegar fjöldi þingmanna og atkvæðavægi er ákveðið, mitt kjördæmi nær t.d. yfir nær 1/3 af íslandi og er því mjög stórt og erfitt yfirferðar, og mætti alveg færa fyrir því rök að það sé erfiðara að sinna því en Reykjavíkurkjördæmunum báðum til samans...

Það eru margar hliðar á þessu máli ekki bara ein...


mbl.is Missti mannréttindi við að flytja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Reyndar á Washington DC fulltrúa á þingi en hann hefur aðeins tillögurétt og málfrelsi. Hann er ekki með atkvæðisrétt á þingfundum, aðeins í nefndum. Líkt er farið með fulltrúa Puerto Rico, Bandarísku Jómfrúareyja, Bandarísku Samóaeyja, Guam og Norður Maríanaeyja.

Búseta á hinum ýmsu stöðum landsins, eða veraldarinnar þegar svo ber undir, hefur bæði kosti og galla í för með sér en sem betur fer höfum við flest val um hvar við búum. Það er því hvers og eins að meta allar forsendur þegar framtíðarbústaður er valinn. Sé atkvæðavægið téðum Þorsteini svo mikils virði þá ætti hanna skoða aðra staði til búsetu en höfuðborgarsvæðið.

Emil Örn Kristjánsson, 16.6.2009 kl. 09:49

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Takk fyrir þessar ágætu leiðréttingar og upplýsingar.. 

Eiður Ragnarsson, 18.6.2009 kl. 01:48

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Það eru góð rök fyrir misvægi atkvæða, t.d. eiga þau ekki aðeins að fara eftir mannfjölda heldur landsvæði. Þetta eru kannski kjánaleg rök, en það er ekki sjálfgefið að þingmenn úr breiðholti eða 101 rotta viti nokkuð um það hvað fólk austan fjalls, á vestfjörðum eða norður í landi þarf. Hversvegna ætti fjölmenni í Reykjavík að hafa mun meira að segja um land og réttindi eigenda mikilla landa, vatnsfalla eða annars úti á landi? Atkvæði túlkast yfir í fjölda þingmanna. Þetta er einn og sami hluturinn. Spurningin er ekki hvort 60-70% þingmanna eigi að koma af höfuðborgarsvæðinu, heldur að landinu öllu sé stjórnað af fólki sem hefur vit á landinu öllu.

Nota má þín rök, Emil, að þessi kærandi hafi haft val um það að flytja á svæði þar sem atkvæði hans skipti minna máli.

Það er allavega ekki ein hlið á þessu.

Rúnar Þór Þórarinsson, 25.6.2009 kl. 13:04

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Eigum við ekki bara að skipta þingmönnum eftir ferkílómetrum???

Þá ætti Norð Austurkjördæmi að fá tæplega helming þingmanna...

Eiður Ragnarsson, 29.6.2009 kl. 14:32

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ja, það eru rök. Hinsvegar þarf að fara milliveg og ég held það sé verið að því. Það er pointið.

Rúnar Þór Þórarinsson, 30.6.2009 kl. 14:52

6 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Nokkuð sammála þetta eru allt ágæt rök, og meðalhófið er best hér sem annarsstaðar....

Eiður Ragnarsson, 1.7.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband