13.8.2009 | 15:46
Alveg hreint....
Til fyrirmyndar þetta starf björgunarsveitanna....
Það er alveg hreint magnað hvað þessi samtök okkar eru ávalt í fararbroddi hvað varðar fagmennsku og dugnaði. Þessir rúmlega 4000 sjálfboðaliðar sem í samtökunum starfa eiga heiður skilinn fyrir sitt framlag til öryggis og björgunarmála.
Á þennan hóp fólks er stólað í nánast hverju sem er og ávalt eru menn boðnir og búnir að aðstoða og bjarga á allan mögulegan hátt.
Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur ávalt frá stofnun þess (frá stofnun gamla Slysavarnarfélags Íslands) verið í fararbroddi í þessum málum og menn sjá verulegan árangur af þessu starfi, t.d. var síðasta ár fyrsta árið frá upphafi skráninga (að mig minnir) sem ekki varð banaslys hjá sjómönnum Íslands, og er það ekki síst forvarnarstarfi og hvatningu þessara samtaka að þakka.
Einnig varð mikill og góður árangur þegar Slysavarnarfélagið hélt úti umferðaröryggisfulltrúum um allta land, en Hálendisverkefnið tók við af því.
Ég er nú reyndar ekki alveg hlutlaus þar sem ég starfa sjálfur í björgunarsveit, en það þarf enga hlutdrægni til tölurnar og árangurinn talar sínu máli...
Áfram SL.....
Björgunarsveitir farnar af hálendinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.9.2009 kl. 17:03 | Facebook
Athugasemdir
Er þetta ekki nánast einsdæmi á heimsvísu Eiður að fólk gefi tíma sinn og fjármuni til að annast svona björgunarstarf. Er það ekki á hendi launaðra hermanna eða þjóðvarðaliða annars staðar?
Guðmundur St Ragnarsson, 15.8.2009 kl. 13:13
Eina skiptið sem ég leyfi meðvitað og glaður í bragði að auki, að okrað sé á mér, er þegar ég kaupi flugelda af Björgunarsveitinni Ársól á Reyðarfirði.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.8.2009 kl. 11:30
Ekki er þetta algert einsdæmi, það eru sjálfboðaliðar víða um heim, en það er nánast einsdæmi að þeir fjármagni sig og allt sitt starf einnig sjálfir, annist þjálfun og menntun og séu það vel skipulagðir að Almannavarni hreinlega stóla á þetta fólk í almannavarnarvá.
T.d. í Þýskalandi eru sjálfboðaliðar sem eru jú með sinn persónubúnað á eigin reikning en komi til útkalls fá þeir greitt fyrir notkun á búnaði og keypt er nýtt það sem skemmst eða gangur úr sér í aðgerðum, en þetta eru fyrst og fremst fjallabjörgunarmenn.
Það er ekki okrað á flugeldum Gunnar, þeir eru seldir með hóflegri álagningu og ágóðinn nýtist öllum í samfélaginu...
Eiður Ragnarsson, 20.8.2009 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.