Er að hugsa um....

Að hætta að Blogga.... Á neikvæðu nótunum....

Þegar mður rennir yfir bloggsíður landans, og að maður tali nú ekki um fréttir, þá er tónnin oft á tíðum hrikalega svartur, eiginlega bik af verstu gerð.

Er ekki kominn tími á það að við horfum á björtu hliðarnar, heimurinn hann gæti verið verri, svo vitnað sé í alþýðuskáldið Sverrir Stormsker.??

Ég tel það löngu tímabært, og mun helga þessa bloggsíðu einhverju jákvæðu og skemmtilegu, í það minnsta þar til eitthvað fer allverulega í taugarnar á mér og ég mun ekki standast það að fara í svarta gírinn...

En þeir sem mig þekkja ættu að vita að það er fátt sem pirrar eða reitir mig til reiði og því ætti þetta að ganga nokkuð vel upp....

Þetta er allt spurning um hugarfar....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki sagt að þú sér með glaðlegasta bloggið sem ég les, en ég les bloggið þitt alltaf og hef virkilega gaman af því, því þú veltir upp spurningum og kemur með skemmtileg dæmi um þjóðfélagið.

Haltu áfram að blogga á sömu braut, mættir blogga oftar.

Kv, Ingþór

Ingþór Sigurðarson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 06:06

2 Smámynd: Offari

Það er alltaf hægt að finna gleðifréttir inn í þessu svarta myrkri.  Tildæmis er sólskin hjá mér núna og trúlega líka á Sómastað.

Offari, 2.9.2009 kl. 08:10

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Já það er eins með sólina og regnið... þetta hellist yfir jafnt réttláta sem rangláta...

en ég hef það á tilfinningunni að haustið verði gott hér hjá okkur á austurlandinu og að það bæti upp fyrir blauta sumarmánuði....

Eiður Ragnarsson, 2.9.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband