Blesuð sértu....

Sveitin mín, var einhverntíman ort um sveitir landisns, og átti það sennilega við heimahaga skáldsins, en mitt minni nær nú ekkiyfir það hvert það ágæta skáld var...

En þessar línur get ég gert að mínum eigin, þar sem ég er nýkominn heim af hreindýraveiðum eitt árið enn.  Reyndar átti ég ekki leyfi þetta árið en fór engu að síður með félaga mínum sem fékk dýr í hreindýralottói umhverfisstofnunar í vor sem leið.

Og alltaf í öll þau rúmlega 20 ár sem ég hef verið að fara á veiðar er þetta jafngaman, og ekki endilega veiðiskapurinn það sem er eftirminnilegast, heldur að hemsækja þessar slóðir sem eru mínir fyrrum heimhagar. 

Hamarsdalurinn, Fossárdalurinn, Hraunin umhverfis Líkárvatn, Brattháls, Langahlíð, Vesturbót svo einhver örnefni séu nefnd.  Ég hef farið þarna margoft um og alltaf sér maður eða upplifir eitthvað nýtt, og ég lít svo á að ef að menn vilji upplifa "ósnortið víðerni" þá sé það auðvelt þarna inn af dölunum.

Það er nú einu sinni svo, að oft eru perlurnar í okkar bakgarði og það þarf ekki alltaf að sækja vatnið yfir lækinn...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er ekki hægt að virkja eitthvað þarna?

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2009 kl. 16:13

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Jú reyndar væri vel hægt að virkja Hamarsánna, með ágætum árangri hún myndi sennilega skila svipuðu og Grímsárvirkjun, en það myndi ekki hafa mikil áhrif þarna innfrá þar sem að best er að virkja hana nánast niðri í byggð..

Eiður Ragnarsson, 6.9.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband