Hvað með....

Norfjarðargöng??

Því var lofað í aðdraganda framkvæmda á Austurlandi að innviðir samfélagsins yrðu styrktir.  Lítið hefur veriðo staðið við af því nema hvað það er búið að endurbæta veginn um Hólmaháls milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar.

Nú þarf að efna þau loforð sem gefin voru og ganga í það að klára göng milli Eskifjarðar og Norfjarðar, til að gera þar greiðar heilsárssamgöngur að veruleika, eitthvað sem Austfirðingar hafa beðið eftir í fjölda ára.

 Ekki bara það að þetta tengi Norfjörð við Reyðarfjörð vegna atvinnu, heldur er þetta einnig nauðsynlegt til að nýta þá miljarða fjárfestingu sem liggur í Fjórðungssjúkrahúsi Austurlands á Norfirði.

Löngu tímabær framkvæmd sem er arðbær langt umfram nýjan landsspítala og Vaðlaheiðargöng, sem hafa engan tilgang nema að stór atvinnuppbygging verði á Húsavíkursvæðinu.

Það yrði í hæsta máta órökrétt að leggja pening í Vaðlaheiðargöng nema það verði farið í uppbyggingu í stóriðju á Húsavík....


mbl.is Samkomulag um Vaðlaheiðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég hef ekkert á móti Vaðlaheiðargöngum. En ef þau eiga að vera gjaldgöng er óvíst að ég tími að borga fyrir 15 km styttingu  Oddskarð óg Fjarðarheiði finnst mér gera Neskaupstað og Seyðisfjörð afskekkta.   Mér finnst Víkurskarð ekki vera eins mikill farartálmi.  Ég verð því að viðurkenna(þótt ég sé Þingeyingur) að Norðfjarðargöng eru mikilvægari öryggis vegna. en Vaðlaheiðargöng því það er bæði sjúkrahús á Húsavík og Akureyri.

Offari, 20.9.2009 kl. 09:57

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Göng undir Hellisheiði til Vopnafjarðar, til að rjúfa vetrareinaggrun norður um, eiga að vera næsta stóra verkefnið ásamt erdurbótum á Öxi. 

Engin göng til Norðfjarðar, fyrr en náðst hefur samstaða um Austfjarðagöngin. 

Þetta er morgunljóst.

Benedikt V. Warén, 21.9.2009 kl. 18:39

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég hef nú ekki orðið var við skorti á samstöðu um Austfjarðagöngin, Samgöng eða hvað á að kalla þau, það er fullur vilji til þess meðal flestra sem eitthvað hafa verið með puttana í samgöngumálum hér í fjórðungnum, að fara í slíka framkvæmd, en í ljósi þeirra aðstæðna sem við erum í dag er líklega frekar langt í það að sá draumur rætist því miður, þbí sð dú framkvæmd er sennilega það sem við þurfum hvað mest á að halda hér til að þjappa byggðunum saman.

En það er nú svolítið einkennilegt að á sama tíma og það er nauðsynlegt að rjúfa vetrareinangrun norður um þá á að smíða þröskuld suður um (Öxi).  Ef menn ættu að vera sjálfum sér samkvæmir þá ætti ekkert að koma til greina nema jarðgöng þar undir (eða nálæg fjöll) því að þar er vegurinn í sömu hæð og á Fjarðarheiði og jafnlangur, og þar er tvíbreiður malbikaður vegur.  Sama á við um Oddskarð og Hellisheiði, þarna þarf engin göng förum bara yfir helvítis fjöllin og hættum þessar jarðgangavitleysu, það er engin þörf fyrir þau..

Eiður Ragnarsson, 21.9.2009 kl. 22:52

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Flestar reglur eru með undantekningar.  Þannig er það í málfræðinni og þannig er það einnig í lífinu þegar einstaklingar fæðast, sem eru öðru vísi en fólk er flest á einn eða annan hátt.  Þeir eru ekkert verri fyrir það.

Öxi er ein af þessum undantekningum, sem Fjarðarbúar geta ekki með nokkru móti skilið að eigi rétt á sér.  Það er að bera í bakkafullan lækinn að fara enn einu sinni ofan í það með þér Eiður, Andrés Skúlason hefur ítrekað reynt það, - án arangurs.  Jarðgöng eru ekki á dagskrá núna, eins og þú veist, hvað sem síðar kanna verða.  Þegar ekki fæst besti kosturinn er betra að fá þann næstbesta í von um að sá besti reki á fjörurnar innan ekki svo langs tíma.

Það er hins vegar dapurlegt af íbúum svæðis, sem hafa notið uppgangs og stuðnings vel flestra austfirðinga í stóru verkefni, að vera að berjast á móti sannanlegri samgöngubót milli Djúpavogs og Héraðs. 

Hræðsla ykkar er hins vegar sú, að með Axarvegi verði það sannað að hún er fullkomlega ásættanleg og með aukinni umferð um hana verði farið að hugsa alvarlega að gangagerð.  Það er tilhugsun sem setur verulegan hroll í ykkur skipaða og sjálfskipaða fulltrúa Fjarðabyggðar.

Þessa fulltrúa er bara hægt að nefna "litlar sálir í stóru samfélagi".

Benedikt V. Warén, 24.9.2009 kl. 09:48

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég veit nú stundum ekki hvar ég á að byrja, þegar þessi umræða skýtur upp kollinum, og það gerir hún reglulega.

Því er haldið fram að mótbárur mínar snúist um eitthvað annað en þá einlægu trú mína á því að fjallvegum ber að fækka, og það verður bara að vera svo. Því hefur líka verið haldið fram að égvilji láta loka Öxinni, en það er heldur ekki svo, en það er stór munur á því að fara í í framkvæmd uppá 1,5 milljarð eða 500-600 milljónir.

Ég hef núna í 6 ár pretikað yfir daufum eyrum sveitarstjórnarmanna á austurlandi um aðferðafræði sem ætti að nota til að ákveða vegabætur, en það hefur ekki mátt hrófla við núverandi kerfi sem hefur skilað okkru ákaflega littlu, og það sennilega vegna lítillar samstöðu.

Hlutverk sveitarstjórnarmanna á að vera að ákveða á hvaða forsendum við biðjum um vegabætur, við eigum síðan að sannfæra samgönguyfirvöld um að nota það kerfi, og síðan er það eina sem við þurfum að gera að krefjast framkvæmd, en forsendurnar ákveða forgangsröðina.

Það er alveg sama hvernig reynt er að snúa út úr, það sjá allir sem það á annað borð vilja, að þetta er eina vitræna leiðin.

Forsenduranar gætu t.d. verið, öryggi vegfarenda, umferðarþungi, rof vetrareinagrunar, stytting vegalengda, slysatíðni vegkafla og fleira í þessum dúr en ekki endilega í þessari röð.

Þessi atriði eru síðan einfaldlega notuð ásamt tölfræði sem til er hjá umferðarstofu og samgönguyfirvöldum, og út kemur forgangsröðunin, með sterkum rökum hversvegna, og það hefur tilfinnanlega skort í gagnum tíðina.

Við höfum nefnilega hrópað á samgöngubætur hver í sínu horni og engum finst nóg gert hjá sér en alltof mikið hjá öðrum, eins og börn í sandkassaleik.

Það hefur ekki einu sinni mátt taka þann nauðsynlega tíma í að ræða þessa hluti heldur er einstrengisháttur reglulega viðhafður og "það er bara ein rétt skoðum mín skoðun" syndromið hefur tröllriðið þessari umræðu.

Síðan þegar bent er á lausnir á vandanum eru þær afskrifaðar út af einhverju sem engin getur útskýrt og svarið verður það sama og þegar við eigum að rökstyðja hversvegna við biðjum um vegspotta hér og vegspotta þar:

Af því bara......

Eiður Ragnarsson, 25.9.2009 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband