Eitthvað verður að gerast!!!!!

Vegabætur, það er það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar spurt er hvað það er sem vantar hér innan fjórðungs..Ég hef tíundað þetta alloft bæði hér á þessum vetvangi og annarsstaðar.  Eitt vil ég taka fram samt hér til að forðast misskilning, allar vegabætur eru í eðli sínu til bóta og almennt séð er ég með þeim sama hvað þær eru.   Flestir eru sammála um það að betri vegir séu af hinu góða, þannig að sá ágreiningur sem verður til á þessum vettvangi er yfirleitt ágreiningur um forgangsröðun.

Sem sagt á meðan við erum hér í mestu framkvæmdum íslandssögunar, og til að þetta geti nú virkað sem skildi þá vantar meira fjármagn í samgöngurnar, við horfum uppá það að hver fjörðurinn er þeraður af öðrum í kjördæmi samgönguráðherra þá er ekki einu sinni inní myndinni að klára hringveginn hér með sviðupuðum framkvæmdum hér fyrir austan.

Umferðarþyngsti þjóðvegur hér fyrir austan, Hólmaháls, er ÓNÝTUR!!!!!!!!!!  Og ekki á að gera neitt fyrir hann fyrr en eftir árið 2008, það eru ekki til peningar segja forsvarsmenn Vegagerðarinnar og ypta öxlum, og það er í raun það eina sem þeir geta gert, því ekki ákveða þeir í hvað peningarnir fara helsur er það pólitísk ákvörðun.

En ég er hér með tillögu fyrir þingmenn þá er í samgöngunefnd sitja, ekki er ég viss um að allir séu hrifnir af þessari hugmynd, en ef menn hugsa nú málið oní grunnin þá sjá menn að þetta er skynsamlegt.  Tillagan er þessi:

Til að búa til peninga til að taka umferðarþyngsta þjóðveg á austurlandi og færa hann inní nútíman, á að fresta framkvæmdum við Arnórsstaðarmúla og nýta þær 180 miljónir sem í hann eiga að fara í Hólmahálsinn.  Ef þessar 180 miljónir duga ekki þá á að gera ráð fyrir því sem uppá vantar á fjárauakalögum.

Þetta er eðlileg forgangsröðun, um Hólmaháls fara hátt í 2000 bílar á hverjum einasta degi. ef við gefum okkuR að það fari þarna 1500 bílar á dag þá eru það 547.500 bílar á ári 549.000 á hlaupári.

Þetta þýðir að þarna eru eknir 2,8 miljónir km á ári með tilheyrandi skattlagningu

Um Arnórsstaðarmúla fara um 200 bílar á dag eða nærri 10 sinnum minna en um Hólmahálsinn.

en það gera um 511.000 km á ári með tilheyrandi skattlagningu

En að sjálfsögðu munu menn ekki hætta að keyra þessa vegi án vegabóta, en um það snýst heldur ekki málið, málið snýst um það hvað sé skynsamlegt.

EITTHVAÐ VERÐUR AÐ GERAST!!!!!!!!!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Eiður, neyðist til að tilkynna um ritstuldur, en hann er samt löglegur þar sem þú ert talinn fram i heimildaskrá. Var aðeins að rífa kjaft í íslensku ritgerð um vegi landsins, takk fyrir lánið vinur :)

Hilmar Ingi (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband