27.11.2009 | 09:59
Nú þegar....
Eru skattar á bifreiðar og önnur ökutæki skattlögð miðað við losun á koltvísýringi..
Eldsneytisgjald það sem lagt er a bensín og olíur er í raun kolefnisgjald, þar sem að þeir bílar sem eyða meiru skila meiru í ríkiskassann. Það má því segja að yfirvöld á íslandi séu frumkvöðlar í þessum málum, þar sem eldsneytisgjald er búið að vera við lýði svo áratugum skiptir, löngu áður en "grænir" skattar komu inn í umræðuna.
Ég held að Steingrímur og fylgissveinar og konur þurfi nú aðeins að hugsa sinn gang, þar sem að þetta kemur til með að koma enn einu sinni harkalega niður á heimilum i landinu, og allar þær fyrirgreiðslur til fjölskyldna sem boðaðar hafa verið eru horfnar og miklu meira en það, vegna hækkandi skatta.
Einnig er mér minnisstætt að Sigmundur Ernir Samfylkingu fór mikinn í því að tala niður niðurfellingarleið þá sem Framsóknarmenn boðuðu í aðdraganda kosninga, og kallaði hann þá aðgerð "eignarupptöku á eignum landsbyggðarfólks" og vildi meina að landsbyggðin myndi aldrei njóta eins né neins ef að 20% leiðin færi farin.
Það heyrist ekki mikið í honum núna blessuðum drengnum, þegar ljóst er að kolefnisgjald og skattar koma til með að leggjast af meiri þunga á dreifðari byggðir en þéttbýlið suðvestanlands.
Það skortir tilfinnanlega heildarsýn í þennan skattapakka og ég held að sé alveg kominn tími að stíga aðeins út fyrir og horfa á þetta utanfrá, hugsa út fyrir kassann eins og sagt til að fá alvöru yfirsýn yfir hlutina.
Hvað er t.d. stór hluti lána Ríkissjóðs verðtryggður og hvað áhrif hafa vísitöluhækkanir á þann lánapakka. Hvað má reikna með að neysla dragist mikið saman við hækkun á bensíni um 5 - 10 krónur, og minkar neyslan það mikið að aukið gjald gerir ekkert annað en að þyngja róður heimila...
Það eru fleiri og fleiri svona hlutir sem þarf að skoða frekar en að standa í svona sparðatíningi alla daga.....
Mengunarskattur á bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.12.2009 kl. 10:21 | Facebook
Athugasemdir
Hélstu virkilega að Esb stjórnin væri eitthvað að spá í landsbyggðini? Nú vilja þér selja aðgang til og frá Reykjavík. Hvernig ætli það lendi á vöruverði landsbyggðarinar eða á möguleikum landsbyggðarinar til að framleiða til innanlandsmarkaðar. Þetta stefnir allt í einn punkt. Suðvesturhornið.
Offari, 27.11.2009 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.