Nú kemur í ljós...

Hvaða áhrif endalausar skattahækkanir hafa á samfélagið.

Hækkun á virðisauka, hækkun á eilsneytisgjöldum, hækkkun á tekjuskatti, hátekjuskattur, og fleira og fleira.

Ekki nóg með það að það sem eftir situr í vasa fyrirtækja er minna og því verða þau að hagræða, heldur hefur meðaljóninn minna og minna á milli handana og því er minna verslað sem þýðir minni veltu sem þýðir meiri samdrátt og lægri skattgreiðslur.

Og atvinnuleysistryggingasjóður undin eins og gömul borðtuska til að reyna að ná einhverjum peningum þar út, en það er sennilegt að þar verði allt tómt fyrr en varir.  Og þá þarf að leggja aukaframlög í hann sem koma úr ríkiskassanum og þá verður nú sennilega ekki til fjármagn í að stoppa upp í fjárlagagatið.

Ekki hef ég neinar töfralausnir, en það þarf að fara skoða þessa hluti alla í stærra samhengi en gert hefur verið, það er ekki nóg að skoða bara a til e það þarf að skoða starfrófið allt.

Að ekki sé minnst á "sparnað" sem stofnanir hins opinbera eru í, t.d. veit ég um opinberan starfsmann sem nú er í 50% starfi eftir niðurskurð, en hin 50% af sínum launum fær hann úr atvinnuleysistryggingasjóði.  Semsagt það sparast peningur í vinstri vasanum en sami peningur fer úr þeim hægri...

Endemis vitleysa...


mbl.is Sjá fram á frekari uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband