8.1.2007 | 01:27
It´s on.........
Jæja þá er átveislunni miklu lokið og kominn tími til að fara gera eitthvað annað en að elda mat, éta mat og hugsa um hvað á að vera næst í matinn...
Er núna staddur á Hilton flugvallarhótelinu í Boston, á leið til Deschaumbault í Kanada. Það rifjast upp ýmislegt frá ferð minni til Ameríkuhrepps í október síðastliðnum, en í þetta skiptið hefur ekkert óvænt komið uppá.... ennþá.....
Nú verður útlegðin reyndar með aðeins öðru sniði en síðast það verða ekki 16 flug á 12 dögum, heldur verða flugin í þetta sinn einungis 4 á 3 vikum. Ég get nú ekki sagt annað en að ég sé frekar fegin því að þurfa ekki að þvælast jafn mikið og síðast.
Á morgun liggur leiðin til Montreal en þaðan keyrum við til Deschaumbault, em það er um 220 km. Ég verð að viðurkenna að það er eitthvað sem mig hlakkar bara til að gera því að ég hef nú alltaf haft frekar gaman af því að keyra og ekki spillir fyrir að bæta einu landi við í aksturskladdan, en fram að þessu hef ég keyrt í Danmörku, Noregi og Eistlandi.
Mun reyna að setja eitthvað misgáfulegt hér inn á næstu vikum, eftir því sem við á...
Adios
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
innlitskvitt
Ólafur fannberg, 8.1.2007 kl. 06:50
Góða ferð og gleðilega keyrslu gæskurinn.
Helgi Seljan, 8.1.2007 kl. 10:50
Big brother is watching you..
Jón Ragnarsson, 8.1.2007 kl. 13:52
Góða ferð ...
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 19:26
Góða ferð gamli!
Óttarr Makuch, 8.1.2007 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.