8.1.2007 | 23:46
Ansi skrambi furđulegt.............
Ađ horfa á Ice T leika í Law and Order á Frönsku, já á frönsku. Ég hélt ađ talsetning vćri ekki til nem í nokkrum Evrópulöndum, en I was dead wrong.....
Hér er allt á frönsku og stöđumćlavörđurinn sem ćtlađi ađ sekta mig í morgunn í Montreal gat ekki gert sig skiljanlegan á hinu móđurmálinu sínu, ţótt ađ líf hennar lćgi viđ, og ég var ađ hugsa um ađ svara henni bara á vel kjarnyrtri íslensku, en hćtti snarlega viđ ţađ ţegar hún ákvađ ađ sekta ekki ţessi tvö útlendingsgrey sem kunnu ekki ađ lesa skilti á frönsku sem bönnuđu bifreiđarstöđur.
Annars skilst mér á ţeim sem hér búa og ég skil, ađ hér sé í gangi svona tungumálaţrjóska, og ađ margir geti vel talađ ensku jafnvel og breskir yfirstéttarađalsmenn, en geri ţađ bara helst ekki. Ekki gat ţessi viđmćlandi minn útskýrt hversvegna ţetta er svona, hann sagđist ekki skilja ţađ ţví ađ hann sjálfur talar ensku og frönsku bara eftir ţví sem viđ á.
Mér skilst ađ svona tungumálaţrjóska sé landlćg í Ţýskalandi og Frakklandi, en ég hef ekki kynnst ţví af eigin raun ţví ţessi lönd hef ég ekki heimsótt. Mikiđ finnst mér ţó sú ţrjóska skiljanlegri ţar sem ađ ţessi lönd hafa bara eitt opinbert móđurmál og ţessar ţjóđir telja sig ţurfa ađ verjast áhrifum Engilsaxneskunar međ öllum tiltćkum ráđum.
Viđ Íslendingar erum svo sem ekki alveg lausir viđ svona málverndarstefnu, en ţetta virđist nú ganga ágćtlega hjá okkur ţrátt fyrir ađ ekki sé allt sjónvarpsefni talsett hjá okkur. Ţađ vćri ţó skemmtileg tilhugsun ađ horfa/hlusta á t.d. Forest Gump talsetta á áskćra ylhýra. Siggi Sigurjóns myndi ţá kanski túlka Forest sjálfan og Örn Árna yrđi Bubba.
Ţađ vćri nú eitthvađ öđruvísi allavega.......
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.