Bloggfærslur mánaðarins, september 2006
27.9.2006 | 21:04
Hvað er eiginlega í gangi????
Ég hef altaf haft trölltrú á fréttamönnum og blaðamönnum, ég hef í gegnum tíðina talið þessa starfsstétt standa vörð um sannleikan og reyna að varpa fram sem flestum hliðum á málefnum líðandi stundar. En undanfarin misseri hafa runnið á mig tvær grímur, mikið hefur verið um rangfærslur, og að því er mér finnst mikið um einsleitan málflutning og hefur það oft tengst þeim framkvæmdum sem hafa verið hér í gangi hér fyrir austan.
En þetta þykir mér nú taka steininn úr með þessari frétt!!
Ég held að þetta ágæta fólk þyrfti að vanda sig betur...
Liberation um framkvæmdir við Kárahnjúka: Virkjað í óþökk náttúrunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
27.9.2006 | 00:17
Málefni líðandi stundar
Hvað myndi gerast á Austurlandi ef Kárahnjúkavirkjun yrði stöðvuð?????
Ég veit það svo sem ekki fyrir víst en það myndi líklega leggja fjórðungin í eyði, hvert og eitt einasta verktakafyrirtæki í fjórðungnum myndi rúlla og fjölmörg önnur annarsstaðar af landinu. Sömu sögu yrði af segja af verslunar og þjónustufyrirtækjum.
Atvinnuleysi myndi tífaldast eða tuttugufaldast, Landsvirkjun yrði gjaldþrota og ríkissjóður yrði að greiða það úr eigin vasa ásamt Reykjavíkurborg og Akueyrarbæ sem þar stæði útaf. Íslensk stjórnvöld myndu aldrei fá traust annara fyrirtækja eða jafnvel ríkisstjórna í samningaviðræðum af ýmsu tagi.
Ísland myndi hrynja niður þann skala sem við höfum trónað á toppnum lengi hvað varðar lífsgæði og velmegun og það yrði löng þrautagagna þar upp aftur því að hér kæmi mikill í afturkippur í allar fjárfestingar, hvort sem að á bakvið þær stæðu innlendir aða erlendir fjárfestar.
Hagvöxtur yrði neikvæður hér myndi ríkja kreppa og velmenntaðir einstaklingar sem hafa undanfarin misseri flutt uppá skerið, m.a. vegna þessara framkvæmda, myndu finna sér vinnu aftur erlendis þar sem stöðugleiki ríkir en ekki sú óvissa sem hér yrði. Fólksflóttinn yrði ekki á milli landshluta heldur úr landi.
Ég veit ekki hvort að ég sé óhóflega svartsýnn eða hvað, en það væri nú gaman ef fréttamenn eða einhverjir hagfræðispekúlantar gætu nú velt þessari spurningu fyrir sér og reynt að finna svör, því ekki er ég nú sprenglærður spekúlant með gráður á báða bóga.
Ég hef aldrei upplifað neina alvöru kreppu en ég velti því fyrir mér hvað það sé sem fyrst missir sig þegar þrengir að, en ég myndi álíta að það væru hlutir eins og menningarviðburðir af ýmsu tagi, fólk fer jú ekki í leikhús eða í bíó ef tekjur eru einungis til hnífs og skeiðar. Ekki er ég heldur viss um að það myndu seljast margar bækur, hvort sem þær væru ætlaðar til sjálfshjálpar eður ei. (Notuðum við ekki handritin í föt á sínum tíma??) Hafa þeir sem mótmæla hvað harðast velt þessu fyrir sér?
Nei nú segi ég það sama og margir andstæðingar þessarar framkvæmdar hafa sagt: Er ekki rétt að hugsa sig aðeins um núna og reyna að átta sig á því hverju er verið að fórna og hvað það kostar ef vilji þessa ágæta fólks nær fram að ganga????
Tappan í á fimtudaginn
kv
Eiður
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.9.2006 | 09:17
Algjörir snillingar....
Ekki er það orðum aukið hversu miklir snillingar vinna hjá Vegagerðinni okkar. Þessir ágætu menn sem leggja vegina okkar við misgóðar aðstæður og úr misgóðu efni, með mismunandi árangri, eru stundum ekki í takt við okkur hin sem þó höfum skoðanir á samgöngumálum og vegamálum almennt.
Tökum dæmi: Nú í morgun vaknaði maður upp og sá að það hafði snjóað í fjöll niður undir 700 metrana, og viti menn, Vegagerðin tilkynnir um lokun Oddskarðsganga næstu nótt vegna viðhalds. Ekki það að ég sé eitthvað á móti viðhaldi á þeirri rottuholu sem þessi blessuðu göng eru, þvert á móti, þeim verður að sjálfsögðu að halda við þar til að við fáum nýju göngin (vonandi ekki seinna en 2010) en að bíða alltaf með lokunina þar til að það fer að snjóa í fjöll það er furðulegt!!!
Ég minnist þess ekki að svona lokanir hafi átt sér stað undanfarin ár nema eftir að það byrjar að snjóa í fjöll, og furða mig á því aðfhverju þetta er ekki gert örlítið fyrr, því að það er ekkert grín að keyra gamla vegin yfir Oddskarð ef það er einhver snjór.
Sjálfsagt má færa rök fyrir því að þetta sé gert vegna túrismans en það er nú á færri stöðum á landinu fallegra útsýni en einmitt af Oddskarði á fallegum degi, og því er það ekki slæmt fyrir ferðamenn að lenda þangað upp, þvert á móti það er ákveðin upplifun, sérstaklega fyrir þá sem þar hafa ekki farið áður.
Nei þetta eru bara snillingar...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)