Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
28.9.2007 | 01:44
Fram og til baka
Ekki hefur þessi ákvörðun verið tekin nema af illri nausyn.
En bráðum fyrrverandi starfsfólk Eskju verður kanski að gera sér það að góðu að keyra Axarveg fram og til baka, því að hann er jú mótvægisaðgerð við þorskskerðingu.
Öllu starfsfólki í frystihúsi Eskju sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2007 | 00:51
Eina í hvern fjórðug
Gott mál að ráðamenn séu loks að vakna til lífsins með fjölgun björgunarþyrlna, og vonandi hafa þeir rænu á því að hafa þær ekki allar á Torfunni eins og nú er.
Ein á Akureyri væri góð byrjun, það myndi stytta tíman sem tekur hana að sinna Norðurlandinu frá Skagafirði og alla leið á austfirði um helming. Næst skref yrði að koma annarri fyrir á Norðfirði, í tenglum við Fjórðungssjúkrahúsið þar eða á Hornafirði, því þá væri hún mitt á milli Torfunar og Akureyrar.
Þá etum við farið að tala um að það sé komið eitthvað skipulag á þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar.
Sjáum hvað setur...
Dómsmálaráðherrar Íslands og Noregs ræða um þyrlukaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2007 | 00:41
Hmmmmm
Ekki get ég nú séð að þörfin eða notkunin minki mikið ef t.d. eldsneyti hækkar, fólk þarf væntanlega að fara áfram á milli staða. Þetta verður að öllum líkindum bara til hækkunar, það liggur í hlutarins eðli.
Það má velta því fyrir sér afhverju fjármálaráðaneytið ákvað fyrir einhverjum misserum síðan að lækka aðflutningsgjöld á stórum jeppum, á meðan ekki var lækkað neitt fyrir dísilbíla eða tvinbíla eða bara bíla sem eyða litlu eldsneyti og eru léttari og vara þessvegna betur með vegina.
Fyrsta skrefið ætti að sjálfsögðu að vera að lækka aðflutnigsgjöld og tolla af neyslugrönnum bílum, næsta skref ætti að vera að taka upp skattlagningu á notkun veganna og lækka bensín og dísilgjald til að mæta því. Þessar aðgerðir myndu valda því að influtningur og notkun á eldsneyti myndi minka, ekki í einum grænum reyndar heldur eftir því sem að bílaflotinn breyttist.
En ég er smeykur, smeykur um að allir skattar og öll gjöld hækki bara......
Unnið að endurskoðun á skattlagningu á ökutæki og eldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2007 | 03:31
On the road again...
Jæja þá er það Kanda einu sini enn, en í þetta skiptið verður það bara stutt, eða ein vika. Reyndar verður þetta min lengra fyrir samferarfélaga mína í þetta sinn, en þeir verða hér í fjórar vikur fara óg fara svo heim í þrjár og út aftur í átta.
Þetta er reyndar töluvert öðruvisi núna hitinn meðal annars en í vetur voru gráðurnar -20 en nú eru þær +28... sem mér finnst reyndar fullheitt, en hvað getur maður gert annað en að sætta sig við það.
Fyrstu tveir dagarnir fóru í það að skoða álverið í Deschaumbault, en næstu dagar fara í skoðun á Rod mill í ABI álverinu sem er rétt hér hjá Three Rivers þar sem við erum nú og verðum á meðan dvölinni stendur. Það verður mjög spennandi verkefni að takast á við Víravélina góðu og koma henni í gagnið heima á skerinu, og ekki veitir af smá þjálfun áður en því verður startað.
Jamm svo er nú það...
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2007 | 23:36
Uppbygging fiskistofna.
Ég frétti af bónda norður í landi sem slátraði alltaf fénu sínu rétt fyrri sauðburð, hann skildi svo ekkert í því afhverju bústofninn fór sífelt minnkandi og að það kæmust ekki nema örfá lömb á legg á hverju vori.
Þetta er nátúrulega allta saman uppspuni, en heimfærum þetta á sjávarútveginn, þar sem að til langs tíma hefur það tíðkast að veiða hrygningarfisk af stærstu gerði í net í massavís, og svo skilur engin afhverju nýliðun í þorskstofninum er ekki meiri en raun ber vitni..
Reyndar hefur þetta eitthvað breyst til batnaðar á síðari árum, en kanski er það fullseint í rassinn gripið....
15.9.2007 | 23:31
Ítalska mafían....
Veldur rafmagnsleysi á Vopnafirði.......
Já skoðum þetta aðeins betur, Vopnafjörður varðrafmagnslaus, og vilja sumir ágætir menn þar kenna Alcoa Fjarðaáli um, en það er ekki Fjarðaáli að kenna að landsvirkjun er á eftir áætlun, það er Impreglio að kenna og ef eitthvað er að marka það sem sumir halda fram þá er Impreglio rekið af ítölsku mafíunni....
Þannig að Ítalskir mafíósar bera ábyrgð á 4 klst rafmagnsleysi á Vopnafirði....
Sjá nánar í þessari frétt af Ruv .is...
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item169723/14.9.2007 | 15:08
Komum þjóðvegunum niður á láglendi...
Jamm einn þarna og annar hér, þetta gerist nær undantekningarlítið í fyrstu snjóum, og því ætti það að vera algert forgangsatriði að fækka fjallvegum, og það sérstaklega á þeim leiðum sem tengja saman landshluta og stærii byggðir.
Engin vegur sem hefur mikla umferð ætti að fara yfir 300 metrana ef það er nokkur leið til að komast hjá því, og þetta er hlutur sem fylgjendur hálendisvega ættu að hafa í huga.
Ég hef áður minnst á þetta og ég held að menn eigi að skoða það verulega vel áður ráðist er í misgáfulegar framkvæmdir í hvaða hæð vegurinn á að liggja.
Sjá nánar hér http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/137227/
Sendibifreið lenti utan vegar í mikilli hálku á Fjarðarheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |