Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Það nálgast....

30 árinn, sá tími sem að hraunið hefur runnið þarna nánast stanslaust, það leiðréttir mig einhver ef að ég fer með fleipur hérna, en hefur ekki verið talað um Skaftárelda sem mesta magn hrauns sem runnið hefur á sögulegum tíma?? 12 rúmkílómetrar er það áætlað ef ég man rétt.

Er það met ekki löngu fallið, ég bara spyr??

 


mbl.is Hraun rennur á Hawaii
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á misjöfnu........Þrífast börnin best!

Þrífast börnin best!!

Ég hef oft velt því fyrir mér undanfarin ár, eftir að mín börn fóru út á vinnumarkaðinn, af hverju 13 og 14 ára unglingum er ekki heimilt að vinna meira en raun ber vitni. Ekki að ég sé eitthvað hlynntur því að börnum sé þrælað út, en takmörkunin á vinnu þessa aldurshóps er í hróplegu ósamræmi við allt annað sem er í gangi í þeirra lífi.

Tökum sem dæmi dætur mínar tvær, önnur er 10 ára og hin verður bráðlega 14. Þær stunda skóla eins og l0g gera ráð fyrir, og hér er skóladagurinn yfirleitt búinn milli 2 og 3 á daginn en byrjar 8 á morgnana. Þetta þýðir að þeirra “vinnudagur” er milli 6 og 7 klst á dag, og þá er eftir heimanám sem gæti tekið allt frá 15 mínútum upp í 1-2 klst, misjafnt eftir dögum og kennurum.

Þegar þetta er lagt saman þá er “vinnudagur” þeirra nálægt 9 klst með hléum reyndar þegar lengst er.

En þegar kemur að því að vinna þá kveður við annan tón, það má ekki vinna meira en 4-6 klst á dag ef þeg man rétt, og löggjöf gefin út um málið til að vernda börnin. Þetta er að mínu mati mótsagnakennt í meira lagi, og þetta þarf að leiðrétta.

Ég er reyndar þeirrar skoðunar að skóladagurinn sé að verða það langur að það sé komið út fyrir velsæmismörk, þannig að ég er ekki beinlínis að hvetja til þess að börnin verði látin vinna meira, það einfaldlega að vera samræmi í þessu.


mbl.is Skólabörn í Danmörku skikkuð í yfirvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband