Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
24.9.2008 | 09:04
Hver er munurinn??
Fyrirgefið fáfræði mína og heimsku, en hver er munurinn á því að leigja allt draslið, eða þiggja vissa krónutölu á kwklst.??
Ég sé bara ekki munin leigja til ákveðins tíma eða selja orkuna?? Og í mínum huga er mun betra að halda þessum stóru mannvirkjum í eigu okkar en ekki annara..
Setjum nú stopp á einkavæðinguna og metum aðeins stöðuna áður en lengra er haldið.
Sóknarfæri að selja virkjanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2008 | 08:02
Kanski að það..
Sé komið að því að það fari að gjósa á Reykjanesinu..
Þetta er jú með eldvirkari svæðum á landinu og lítið gerst þarna síðustu árhundruð eða árþúsund ölluheldur. 3,6 er reyndar ekki mjög stórt en engu að síður getur það gefið smá vísbendingu um það sem gæti orðið.
Þessi skjálfti fannst greinilega í Hafnafirði og í Reykjavík, þannig að það má velta því fyrir sér hvað myndi gerast ef að við fengjum þarna skjálfta sem væri 5-6 á richter...
Snarpur jarðskjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2008 | 13:55
Vinna og annað sumarstúss...
Ekki hefur nú verið hamrað hér inn mikið að undanförnu, bæði er blessuð vinnan alltaf að eyðileggja fyrir manni frítíman og svo einnig hefur meður einfaldlega ekki nennt að hamra hér inn eitthvað þegar stund hefur gefist, því að þá vil maður nýta hana í eitthvað annað en að sitja sveittur og reyna að skrifa eitthvað misgáfulegt á veraldarvefin.
Er ryndar búinn að eyða megninu af sumrinu í vinnunni en fór þó eittvað aðeins útfyrir bæjarmörkin með hluta af fjölskyldunni, þar sem að frumburðurinn er víst að verða of gamall til að ferðast með gamla settinu og systkinum sínum.
Farið var í Eyjafjörðin og hann allur skoðaður í krók og kima, en þriðja árið í röð klikkaði ferðin á fiskidaga á Dalvík, en þangað verður farið á næsta ári, það er á hreinu.
Búinn að fara eina hreindýraferð í átthagana en enga tarfa fundum við þannig að ég verð að fara aftur og stefnt er á það næstu helgi, þá verða vonandi mættir einhverjir tarfar á svæðið til að blýfylla.
En s.s. lítið að frétta annars, en nú með haustin mun ég reyna að vera duglegri við hamrið, vonandi einhverjum til ánægju og sem fæstum til leiðinda...
KvER
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)