Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
10.5.2009 | 18:58
Hef s.s...
Ekki miklu við þetta að bæta nema þetta hér: http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/873779/
Þetta er ekki ienfalt mál, það er í það minnsta á hreinu..
Innköllun veiðiheimilda hefjist 2010 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2009 | 21:04
Smá vangaveltur....
Ekkert kerfi er gallalaust og kvótakerfið er það ekki heldur. Ég hef engar töfralausnir í mínum kolli hvernig á að breyta því, en ég veit að það er ekki auðvelt mál.
En í þessari umræðu velti ég einu fyrir mér.
Það er talað mikið um "sægreifa" og "kvótabraskara" í þessari umræðu og maður fær það á tilfinninguna að allir sem eiga útgerð og draga fisk úr sjó séu ótíndir glæpamenn og óþokkar.
En er það svo???
Lítum aðeins á málið....
Ungur maður sem er af þriðju eða fjórðu kynslóð sjómanna ákveður að fara út í sjómennsku og kaupa sinn eigin bát í árdaga kvótakerfisins, eða í þann mund sem ákveðið var að taka það upp. gefin var út viðmiðunartími og afli veiddur á þeim tíma átti að ákveða hans hluteild í kvótanum. Við skulum ekki gleyma því að hvatin að kvótasetningunni var síminnkandi afli og augljóst að það stefndi í hrun fiskistofna með þáverandi kerfi, hvatinn var því göfugur, sama hvað hver segir.
Þessi sami maður fær síðan úthlutuðum kvóta, og hann unnir nokkuð vel við sitt, veiðir sinn kvóta ásamt því að seilast í tegundir sem enn voru ekki komnar í kvóta, til að drýgja tekjurnar.
Tímimnn líður og smá saman byggir þessi sami maður upp sitt fyrirtæki með dugnaði og elju, mörg tækifæri gefast til að auðgast vel á því að selja kvótan og útgerðina en hanns vilji stendur ekki til þess, hann vill vinna við þetta, hefur gaman af því og afkoman er nokkuð góð þó ekki sé hægt að tala um að menn vaði í peningum, en í það minnsta er hann í svipuðum sporum og þeir sem eru ofarlega í millitekjuhóp óslendinga.
Þess má geta hér að margir af samferðarmönnum hans eru hættir og farnir á snemmbúin eftirlaun í boði fjársterkra aðila sem voru í því að auka sinn kvóta með því að kaupa hann.
Enn líður tímin, en nú er svo komið að allar fisktegundir eru konar inn í kvóta og því ekki um það að ræða að drýgja tekjurnar með þessum hætti, ekki dugir þó að gefast upp heldur er ákveðið að bregðast við skerðingu með því að fjáfesta í einhverjum kílóum og halda áfram að róa.
Þegar hér er komið við sögu hefur viðkomandi sjómaður unnið við þetta í rúm 20 ár, afkoman er enn viðunandi, báturinn er nýr og kvótin er nægut til að standa undir þeim fjárfestingum og skulbindingum sem ráðist hefur verið í, hvort sem um er að ræða kvóta eða búnað.
En þá birtist Vinstri stjórn VGSamfylkingar og ákveður að skerða veiðiheimildir hans um 5% á ári og leggur bann við frekari kvótakaupum, og ekki er á hreinu hvernig menn eiga að fá endurúthlutaðar aflaheimildir.
Á 4 árum rýrnar kvótinn um 20% sem þýðir að ekki er hægt að standa í skilum, selja verður bátinn, en ekki fást neinir kaupendur vegna óvissu um framtíð útvegsins, því er aðeins ein leið fær, gjaldþrot.
Þessi saga er kanski óttarleg svartsýni í mér, en ég lít svona á málið:
Það er talað um réttlæti og það eigi að innkalla allar aflaheimildir skilyrðislaust og helst á einni nóttu. En hvað með menn í sömu sprum og okkar söguhetja hér fyrir ofan, heiðarlega harðvinnandi menn sem eru ekki að hugsa um það að græða sem mest, heldur hugsa um það eitt að byggja upp fyrirtæki sem veitir þeim þak yfir höfuðið og kanski aðeins rúmlega það.
Eigum við einhvern rétt á því að taka þeirra lífsviðurværi af þeim???
Allir kallaðir að borðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2009 | 16:24
Björgunarsveitin...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2009 | 16:01
Viltu....
ís, Björn??
Þetta fer nú að verða daglegt brauð, eigum við ekki að setja kvekindið í húsdýragarðin, þetta er eiginlega að verða partur af íslenzkri spendýraflóru....
Þetta verður vonandi ekki sama móðursýkni og áður....
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2009 | 13:25
Og þó svo....
hann hefði unnið gegn honum???
Það væri nú ekki alveg óskiljanlegt í mínum huga.
En við Árna er besta að segja: rífðu skóginn úr auganu á þér drengur.....
Segir ásakanir Árna út í hött | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |