Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
29.6.2009 | 14:29
Nú geta þeir...
Sem búnir eru að selja kvótan sinn tvisvar sinnum enn á ný hafið veiðar og aflað sér veiðireynslu í þessu nýja kerfi, með hálsríg af kvótapeningum undir koddanum...
Það er í það minnsta ein leiðin til að líta á þetta....
En ýmislegt í þessu er ágætt, t.d. að það sé skylda að vinna aflann í heimabyggð, og eflaust auðveldar þetta einhverjum að stíga sín fyrstu skref í útgerð......
....
22 tonn af þorski á fyrsta degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2009 | 07:18
Hvað þá með....
Það ágæta fólk sem býr á Borgarfirði Eystri?? Og hefur ekki lækni eða aðra heilbrigðisþjónustu??
Hvað með þá sem búa í Grísmsey og hafa ekki almenilegar samgöngur??
Svona mætti tína meira til ef vilji er til.
Það má auðvitað færa rök fyrir því að þetta sé óréttlátt, ég mun ekki mótmæla því, en það má líka horfa á hina hliðina á peningnum og spyrja þessara spurninga. Einnig má velta því fyrir sér hvort að aðgengi að stjórnsýslunni sé ekki einnig stjórnarskrárbrot, það er jú mun betra hjá þeim sem á suðvesturhorninu búa en annara.
Við ættum kanski að taka Bandaríkin okkur til fyrirmyndar í þessu, því að ef ég man rétt þá á Wasington DC ekki fulltrúa á þingi, það var talið óþarfi því að þingið er staðsett þar.....
Það má líka velta því fyrir sér hvort að það eigi einungis að horfa á íbúafjölda þegar fjöldi þingmanna og atkvæðavægi er ákveðið, mitt kjördæmi nær t.d. yfir nær 1/3 af íslandi og er því mjög stórt og erfitt yfirferðar, og mætti alveg færa fyrir því rök að það sé erfiðara að sinna því en Reykjavíkurkjördæmunum báðum til samans...
Það eru margar hliðar á þessu máli ekki bara ein...
Missti mannréttindi við að flytja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2009 | 15:46
Sparisjóður....
Henti sparnaði móður sinnar á haugana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2009 | 15:45
Voru....
Mús fannst í maltbrauði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2009 | 01:24
Stór orð falla oft fljótt í gleymsku...
"Ef ríkistjórnin vill ekki taka á vandanum, þá er hún hluti af vandanum og við þurfum að losna við hana"
Þetta segir Steingrímur fyrir kosningar, ætli hann íhugi því afsögn nú??
3.6.2009 | 23:24
Furðuleg rök...
Hjá henni Jóhönnu "vini" litla mannsins.... Setjum upp lítið dæmi...
Jón skuldar 20 miljónir, og á bakvið þetta standa eignir uppá 18 milljónir.. Jón er því með neikvæða eiginfjárstöðu og á því samkvæmt Frú Jóhönnu að vera í töluverðum vandræðum..
Afborganir Jóns af þessum 20 milljónum eru um 120þ á mánuði, en nettótekjur Jóns eru um 400þ og því er hann í litlum vandræðum með að standa í skilum...
Siggi hinsvegar á fína eign sem er metin á 40 milljónir og hann skuldar þar ekki nema 30 miljónir. Eigið fé Sigurðar er því 10 miljónir eða 25% sem er samkvæmt frú Jóhönnu bara assgoti gott... Og hann á bara að vera í fínum málum....
En afborganir Sigga eru af þessum 30 milljónum eru um 180þ á mánuði, sem væri í fínu lagi ef tekjur Sigurðar væru ekki nettó 220þ.... S
Sjá ekki allir hversu heimskuleg rök þetta eru hjá Heilagri Jóhönnu?? Það eru margar breytur sem spila mun stærra hlutverk heldur en eiginfjárhlutfall og eitthvað svona fansí pansí útreikningar....
Það má vera að þessi dæmi hér að ofan séu eitthvað öfgakennd en það er bara til að sýna hversu heimskuleg röksemdarfærsla hæstvirts forsætisráðherra er...
Að lokum legg ég til að vísitla lána verði leiðrétt um að minnsta kosti 20%
Skuldavandinn minni en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)