Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Voðalega getur.....

Steingrímur verið vitlaus..

Það er engin að segja að hann sé vondur maður, eða óvinur þjóðarinnar. Það er fyrst og fremst verið að gagnrýna misvitrar ákvarðanir, og í versta falli verið að segja að hann sé einfaldur...

En maður spyr sig hvar er "hæstvirtur" forsætisráðherra í allri þessari umræðu??

Þjóðin er leiðtogalaus með öllu, æðsti embættismaður þjóðarinnar er andlega fjarverandi og jarðfræðingur norðan af landi látinn halda utan taumana.

 


mbl.is Eini lúserinn í kúrekamyndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær ætlar....

Steingrímur J að biðja íslensku þjóðina og alþingi afsökunar á því að ætlast til þess að undir Ice Save samninga yrði skrifað skilyrðislaust??

Það er alveg ljóst að án aðkomu þingmanna sem voru þessur andvígir (þeir voru nú í flestum flokkum) þá væri staðan verri en hún er núna í dag, með þeim fyrirvörum sem komnir eru inn.

Nú eiga stjórnarliðar að brjóta odd af sínu oflæti og bíða með þessa samþykkt í einhverntíma enn, og fara enn betur yfir málið auk þess sem lagalega hlið þessa samnings ætti að vera sérstaklega til skoðunar....

Ég er ekki viss um að öll kurl séu komin til grafar í þessu máli.....


mbl.is Fyrirvarar við Icesave jákvæðir segir Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu við..???

Var ekki í fréttum um daginn að þetta ágæta fyrirtæki væri á vonarvöl??

ég man ekki betur...


mbl.is 6 milljarða hagnaður Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg hreint....

Til fyrirmyndar þetta starf björgunarsveitanna....

Það er alveg hreint magnað hvað þessi samtök okkar eru ávalt í fararbroddi hvað varðar fagmennsku og dugnaði.  Þessir rúmlega 4000 sjálfboðaliðar sem í samtökunum starfa eiga heiður skilinn fyrir sitt framlag til öryggis og björgunarmála.

Á þennan hóp fólks er stólað í nánast hverju sem er og ávalt eru menn boðnir og búnir að aðstoða og bjarga á allan mögulegan hátt.

Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur ávalt frá stofnun þess (frá stofnun gamla Slysavarnarfélags Íslands) verið í fararbroddi í þessum málum og menn sjá verulegan árangur af þessu starfi, t.d. var síðasta ár fyrsta árið frá upphafi skráninga (að mig minnir) sem ekki varð banaslys hjá sjómönnum Íslands, og er það ekki síst forvarnarstarfi og hvatningu þessara samtaka að þakka.

Einnig varð mikill og góður árangur þegar Slysavarnarfélagið hélt úti umferðaröryggisfulltrúum um allta land, en Hálendisverkefnið tók við af því.

Ég er nú reyndar ekki alveg hlutlaus þar sem ég starfa sjálfur í björgunarsveit, en það þarf enga hlutdrægni til tölurnar og árangurinn talar sínu máli...

Áfram SL.....


mbl.is Björgunarsveitir farnar af hálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíðin er......

Björt.  Í það minnsta að hluta, en ég fór núna nýlega á Landsmót Unglingadeilda Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, þar sem komu saman krakkar af öllu landinu til að sýna sig og sjá aðra ásamt því að æfa sig í hinum ýmsu kúnstum björgunartengt...

Hér á Reyðarfirði er feikiöflugur hópur krakka í allt rúmlega 20 sem fóru vestur og skemmtu sér konunglega...

Ef aðeins hluti af þessum hóp skilar sér inn í björgunarsveitina þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af nýliðun hér á næstu árum...

Nokkrar myndir fljóta hér með........

 


Myndir...

Var að reyna að hnoða saman Panorama mynd af Reyðarfirði.

Mig vantar reyndar betra forrit í þetta mál, en hér má sjá árangurinn, en hann verður betri þegar ég verð búinn að útvega mér nýtt forrit...

 

From http://picasaweb.google.com/Asbyrgi/Panorama?feat=embedwebsite">Panorama

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband