Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Lesa....

Reglur og lög um ksningar áður farið er í það að bulla svona...

Kjósa má eins oft og hver vill utankjörfundar... og jafnvel enda á því að kjósa á kjörstað í restina...

Því eru engin mannréttindi brotin á einum né neinum...


mbl.is Næst bestir vilja ógilda utankjörfundaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru....

Pottar og pönnur lamdar nú??

Jú viti menn inni á þingi situr nú sumt af "búsáhaldarbyltingar" fólkinu og virðist ekki vera að gera nokkurn skapaðan hlut af viti.

Búsáhaldabyltingin er eitt mesta lýsskrum sem átt hefur sér stað á íslandi hin síðari ár, t.d. var hæstvirtur heilbrigðisráðherra virkur þátttakandi í henni og bliknar ekki nú þó að úrræða- og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sé algert.

Hrunið er ekki búið, fyrst hrundu bankarnir, í kjölfarið efnahagslífið og nú þegar heimilinn falla að fótum fram hvert á fætur öðru, þá má búast við því að bankarnir lendi í nýjum vanda, þeir eignast húsnæði í hrönnum sem engin getur keypt, og engin innkoma kemur af tomum kofum og því má búast við því að þetta sé stórmál.

Háæruverðuga Alþingi og ríkisstjórn, farið nú að gera eitthvað annað en ekki neitt.....!!!!


mbl.is Heimili undir hamarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef verið að.....

Fletta í gegnum bók undanfarin kvöld áður en ég býst til nátta..

Ekki s.s. í frásögur færandi en þar sem vantar nú nokkrar klukkustundir í sólarhringinn til að klára þau verk sem fyrir liggja þá ætti maður nú kannski bara að hugsa um að ná blundi þessa 4-5 tíma sem maður hefur aflögu til þess, en þetta er ákveðin hvíld og slökun fyrir svefninn, oft er erfitt að ná sér niður eftir annasaman dag og smá bókarglugg er tilvalið til þess.

Bókin á náttborðinu þessa dagana er Speki Konfúsíusar en hana fékk ég í jólagjöf frá afa og ömmu jólin 1989 og hef gluggað í hana annað slagið þessi 20 ár sem ég hef átt hana.

Konfúsíus fæddist 552 fyrir krist eða fyrir 2500 árum rúmum, og er speki hans velþekkt og í raun er hann sá spekingur veraldarsögunar sem er hvað mest hefur verið lesin en speki hans, Lunyu, var í yfir 2000 ár mest lesna bók kínaveldis.   Allir embættismenn urðu að geta vitnað í hann og jafnvel keisarinn sjálfur mátti ekki brjóta gegn leiðbeiningum þeim sem í bókinni fólust.

Á einum stað í bókinni spyr einn af hans lærisveinum hans um góðmennsku, og meistarinn segir (aðeins stytt og stílfært)

"Góðmennska er fólgin í því að vera fær um að rækja fimm dyggðir hvar sem er í heiminum, göfuglyndi, víðsýni, orðheldni, röggsemi og umhyggjusemi. Göfugmenni verða ekki fyrir svívirðingum, með víðsýni ávinna menn sér almenningsheill, orðheldni verður til þess að fólk felur þeim ábyrgðarstörf, með röggsemi má koma miklu í verk og umhyggjusamir menn eru hæfri til að skipa fólki fyrir verkum"

Ég staldraði aðeins við þennan kafla og hugsaði með mér að þessa speki og þessa bók ætti að vera kennslubók í viðskiptasiðfræði í Háskóla Íslands og jafnvel á fleiri stöðum,

Við værum sennilega ekki í þessum vandræðum í dag ef fleiri hefðu svona hluti að leiðarljósi í stað gegndarlausrar sjálftöku og eiginhagsmunapoti.

Fann einnig þessa vísu á ljód.is sem segir allt sem segja þarf:

Hvort sem læturðu frá þér illt eða gott

allt kemur í sömu mynt til baka,

þess ég hef séð víða vott

og vinur þú skalt mark á því taka.

Gömul speki og ný, en samt engu að síður allt jafn satt og rétt.

Góðar stundir. 


Í aðdraganda kosninga.

Hjá mér bærast blendnar tilfinningar varðandi ný afstaðna skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins, mér finnst hlutur okkar Frammara heldur rýr, get ekki sagt annað.

En hvað á maður að segja, komandi ár verða rýr í framkvæmdum, og það má jafnvel búast við (og reyndar nokkuð öruggt) að það þurfi á einhvern hátt hagræða og spara og draga saman í rekstri, og því alveg ljóst að næsta bæjarstjórn stendur ekki beinlínis með pálmann í höndunum, heldur erfið og krefjandi verkefni næstu árin.

Skuldir eru miklar og halli á rekstri sveitarfélagsins, og því verður að taka á.

Ef maður les það sem frá listunum hefur komið (og reynir að horfa á það hlutlaust) er þetta allt á svipuðum nótum, lítið um loforð um framkvæmdir, kröfur eru gerðar á ríkið um ákveðnar samgöngubætur og allir vilja verja grunnþjónustu sveitarfélagsins.

Þannig að ekki geta þessar kosningar snúist um áherslurnar, þær eru þær sömu heilt yfir.  Um hvað snýst þetta þá??

Snýst þetta þá ekki um að velja fólk, fólk sem tilbúið er til þess að taka á þessum málum, fólk með reynslu til að mæta þessu verkefni??

Allir listar hafa frambærilegt fólk með ýmiskonar bakgrunn, en ef horft er á 3 efstu sæti þá vil ég nú meina að reynslan sé mest hjá okkur, næstir koma Sjálfstæðismenn, og lestina rekur Fjarðalistinn.  Reynsla er reyndar ekki allt, en hún vigtar þeim mun meira eftir því sem verkefnin eru meira krefjandi og það eru þau svo sannarlega.

Ég er í það minnsta tilbúinn fyrir mitt leyti til að takast á við þetta umfangsmikla og erfiða verkefni, ég er ekki feiminn við að tala um hlutina eins og þeir eru ég vil frekar að menn hafi opin og hreinskilin samskipti innan bæjarstjórnar og utan og að okkar fólk (íbúar Fjarðabyggðar) veiti okkur allt það aðhald sem þeim finnst þurfa.

Það er líka nauðsynlegt fyrir þá sem gegna því hlutverki að vera í forsvari fyrir bæjarfélag að þeir séu sannsöglir og að þeir geti unnið úr sínum ágreiningi innan bæjarstjórnar og utan án þess að draga inn í það persónur viðkomandi Bæjarfulltrúa, starfsmann eða bæjarbúa.   Ef rétt er haldið á málum á það ekki að vera vandamál að aðskilja málefnin frá mönnunum og það er mjög mikilvægt, að persónuárásir og rangfærslur séu ekki viðhafðar þegar slegnar eru pólitískar keilur.

Þessi ágæta könnun sem birtist núna í morgun er vísbending en ekki neinn stóri dómur í þessu máli, en verði þetta niðurstaðan þá gefur það augaleið að ekki verð ég sáttur.  Ég hefði talið að okkar hlutur ætti að vera stærri eða sem næmi um 34% hið minnsta, miðað við reynsluna og fólkið sem stendur á bakvið listann.

Ég hef núna í aðdraganda kosninga stundum sagt að mitt höfuð sé að veði, að ég muni hætta að skipta mér af bæjarmálum nái ég ekki kjöri og þá ekki til að trekkja að fleiri atkvæði því eflaust eru einhverjir sem vilja gjarnan sjá mig hverfa úr þessum geira.  Allar opinberar persónur eru umdeildar, og þar er ég örugglega ekki undanskilinn.  Menn verða einfaldlega að þekkja sinn vitjunartíma og þar sem ég er búinn að vera í þessu í 12 ár hér í Fjarðabyggð, má segja að það sé jafnvel orðið gott, þó svo að ég hafi látið eitthvað gott af mér leiða.  Kosningar eiga nefnilega ekki síður að snúast um 2, 3 og 4 sæti, en um 1. sætið, oddvitarnir eru jú ekki einir í framboði.

Við verðum að bíða og sjá, ég hef reyndar trú á því að við náum 3  mönnum inn og eigum stutt í þann 4 en ef þetta fer svona verður maður að sjálfsögðu að hugsa sinn gang og reyna að átta sig á því hvaða skilaboð er verið senda.

En að lokum, vil ég að sjálfsögðu hvetja alla til að styðja Framsókn og ég ætla að bæta við, þó svo að það sé ekki hefðbundið, að frekar en að kjósa ekki þá skili menn auðu eða setji sitt atkvæði við einn af þeim þremur listum sem í boði eru, en á kjörstað eiga menn skilyrðislaust að mæta.

Góðar stundir.

 


Ja hérna hér...

Erum við nú búinn að gera svona róttækingar breytingar án þess að við tækjum eftir því??? Framsókn 2 Sjálfstæðisflokkur 2 og Fjarðalistinn 4, hvar er þá bæjarfulltrúi númer 9 ????

Sennilega segir þetta ýmislegt um ástandið, við ætlum að spara einn bæjarfulltrúa og vera með 10 þegar betur árar...

Og hafa ber í huga að það er engin þörf fyrir oddamannn þar sem allar fundargerðir eru yfirleitt alltaf samþykktar með öllum greiddum atkvæðum....

Já það er fjör


mbl.is Meirihlutinn heldur í Fjarðabyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband