Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
28.10.2011 | 13:12
Nú er....
Fyrsti dagur í rjúpu..
Veiðimenn flykkjast til fjalla með það að markmiði að veiða í soðið, mismargar rjúpur eftir því sem við á. Yfirleitt eru veiðimenn vel búnir og standa klárir á öllu þvi sem þarf til að koma heilir heim, en alltaf eru einhver brögð að því að menn fara vanbúnir eða ókunnugir til fjalla og lenda þar af leiðandi í vandræðum, eða þá að eitthvað bjátar á sem ekki var fyrir séð.
Undanfarin ár hefur það verið regla frekar en undantekning að björgunarveitir landsmanna hafi verið kallaðar til aðstoðar við veiðimenn, en sem betur fer hafa flest þau útköll endað vel með litlum sem engum afleiðingum fyrir veiðimenn og þeirra sem aðstoð veita.
Það er því ekki ofbrýnt fyrir veiðimönnum að fara varlega vera með góðar áætlanir um ferðalög sín og láta vita frekar fyrr en seinna horfi til vandræða af einhverju tagi. Nú er það orðið svo að á flestum rúpnaveiðisvæðum er GSM samband og því hæg heimatökin að leyta eftir aðstoð gerist þess þörf.
En að þessu sögðu vil ég óska þeim sem á veiðar fara góðarar ferðar, útivistar og veiða.
27.10.2011 | 09:46
Alveg hreint....
Ótrúlegt að tala um fyrirmyndarárangur, slá sér á brjóst og segja að hér sé allt á réttri leið.
Ein forsenda þessa "góða" árangurs er að þjóðarframleiðsla dróst saman um 7% sem er jú nokkuð gott miðað við mörg önnur lönd, en þetta var mælt í íslenskum krónum, þessi 7% og því er þetta nú ekki svo einfalt. Miðað við fall gjaldmiðilsins þá dróst þjóðarframleiðsla líklega saman um 50%.
Svo veltir maður því fyrir sér hvort að allt sé á uppleið þegar svona fréttir eru á síðum dagblaða:
http://mbl.is/frettir/innlent/2011/10/27/65_prosent_aukning_gjaldthrota/
Einnig má benda á að hvaða skoðanir sem menn hafa á hinni "gömlu" einkavæðingu bankana, þá er sú nýja eiginlega súrealísk.. Við vitum ekki einu sinni hver á bankana, og bankarnir eiga sennilega yfir 40% af öllum fyrirtækjum í landinu eða gætu eignast ef þeir vildu, þvílíkt tangarhald hafa þeir á íslenskum efnahag.
Maður skilur ekki alveg hvað er í gangi.. !!!
Lækna þarf sárin eftir hrunið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2011 | 16:49
Sárt er að kveðja góðan dreng...
Ég man fyrst eftir Jóni Ægir, eða Ægi eins og ég kallaði hann alltaf, í leðurjakka og hlýrabol og kínaskóm drekkandi kók í gleri fyrir utan Essó sjoppuna á Djúpavogi . Leðurjakkinn var skreyttur barmnælum af ýmsum toga og þarna stóð hann keikur í nístings frosti og norðan garra og það beit ekert á hann. Einhvern vegin stóð mér ógn af þessum dreng sem sennilega var eini pönkari Djúpavogs, í það minnsta í mínum huga en þarna hef ég ekki verið nema um 11 ára gamall. Kínaskór voru reyndar einkennisskófatnaður Ægis í fjöldamörg ár eftir þetta....
En ég kynntist Ægi betur seinna þegar við unnum saman í mörg ár hjá Búlandstindi á Djúpavogi, þar varð Ægir einn af mínum vinnufélögum og bestu vinum, við unnum öll þau verk sem til féllu, aðgerð, landanir, síldarsöltun og fleira í þeim dúr og alltaf var Ægir hvers manns hugljúfi.
Þarna vorum við nokkrir drengir á svipuðu reki sem unnum saman og skemmtum okkur saman og alltaf var góð stemming í þessum hóp og mikil gleði ríkti á vinnustaðnum þrátt fyrir að frystihúsvinnan hafi ekki endilega verið draumadjoppið, og var þessi góði andi ekki síst Ægi að þakka.
Einnig deildum við áhugamáli þó svo að hæfilekar mínir í hljóðfæraleik væru ósköp takmarkaðir þá höfðum við báðir mikinn áhuga á tónlist, og eftir að hafa starfað með Ægi og fleirum í hljómsveit um nokkur misseri, þá held ég að ég geti fullyrt að ljúfari dreng var erfitt að finna. Auðvitað voru menn ekki brosandi alla daga og auðvitað kastaðist annað slagið í kekki milli vina, en það breytti ekki því að grunnt var á glensið og gamanið og yfirleitt alltaf hafði það yfirhöndina.
Ég var harmi sleginn þegar ég frétti af sviplegu fráfalli gamals vinar og hans skarð verður seint fyllt. Djúpivogur hefur misst einn af sínum bestu sonum.
Í draumi þeirra daga
var draumur okkar sá
Að mega verða að mönnum
sama marki ná
Í lífsins leik og gleði
var gatan oftast greið
Hvern gat órað fyrir því
hversu stutt yrði þín leið
Veturinn kom með vindinum
þá vitjaði okkar vá
Fréttin um að félagi
fallinn væri frá
Samt finnst mér það nú frekt
að fallið væri nú
Því flestir hafa lifað
svo miklu meira en þú
Ég að mestu var í móki
mæddist og varð meir
Stund sannleikans varð sýnileg
allt sofnar að lokum og deyr
Blómið þitt í bænum
barmar sér í nótt.
Yfir sumri og sól
sem fór allt of fljótt
Nú kveikjum við á kerti
þú berð krossinn eins og er
En minningin hún lifir
þú verður alltaf hér
Þú varst ljós sem að lýstir
meðan létt var þín lund
Skærasta stjarnan
á himninum um stund
Höf:Sigurgeir Vilmundarson
Hvíl í friði kæri vinur.
Unnustu, börnum og öðrum aðstandendum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur.
13.10.2011 | 15:42
Vangaveltur um einelti og Ísland í dag....
Ég er Framsóknarmaður.. Þessi þrjú orð fá einhverja til að hætta að lesa.. Ein birtingarmynd eineltis, er að setja alla sem tilheyra ákveðnum hóp undir sama hatt. Framsóknarmenn, Vinstri græna, KR inga.. o.sfrv.
Önnur birtingarmynd er hunsun, þöggun, viðkomandi aðili frystur úti.. lúmskt og lítið áberandi og oftast nær unnið ómeðvitað.. Gerandanum stendur ógn af þolanda og reynir því að bola honum úr hópnum.. leynt og ljóst, og passar það einnig að þolandinn viti af því...
Ein birtingarmynd er ofbeldi.. líkamlegt það er sú birtingarmynd sem flestir tala um, en yfirleitt koma hinar tvær á undan.. Byrjar tiltölulega saklaust, og þróast út í eitthvað harðara.. Ofbeldið getur verið viðvarandi á sál og líkama og ef þolandinn er ekki þeim mun sterkari einstaklingur þá brýtur það hann niður hægt og bítandi...
Fyrstu tvær birtingamyndirnar eru fyrir okkar augum í fjölmiðlum alla daga, í stjórnmálum og hinni opinberu umræðu sem nú á greiða leið inn á öll heimili landsins (eða þau 99% þeirra sem hafa nettengingu)
Allt er hunsað sem ekki kemur frá réttum aðila.. Það er alveg sama hvar menn eru í sveit settir í póitík.. þetta gera allir.. Allt er dæmt sem sem kemur ekki frá "réttum" aðilum.. það hlýtur að vera vont, þetta kemur ekki frá okkur..
Engin umræða um eitt né neitt.. bara frammíköll og sleggjudómar.. engin rökstuðningur engin vitræn umræða..
Er það furða þó börnin okkar leggi í einelti eða séu lögð í einelti.. þau sjá þetta daglega upplifa þetta daglega, að það þarf ekki að rökstyðja eða ræða... Bara hrópa, úthúða og útiloka með mátulegum hroka og illkvittni.. þá nær þeirra mál fram að ganga..
Bæði meðvitað og ómeðvitað tileinka þau sér þessa tækni.. og verða eflaust betri í þessu en næsta kynslóð á undan.. og hvar endum við þá... ??
Ein orsök þess hvernig nú er komið fyrir okkur er einmitt sú að þeir sem silgdu gegn meginstraumnum, sögðu að þessi íslenski draumur (Fjármálaveldið Ísland) myndi ekki ganga upp, voru lagðir í einelti.. af fjölmiðlum, af pólitíkusum, af leikmönnum, af fræðingum, af bloggurum... Af mér !!!... Við hlustuðum ekki, við skoðuðum ekki, við ræddum ekk,i við bara hrópuðum..
Það er sama sagan í dag.. við erum ekki enn farin að ræða, skoða, hlusta og gera, við erum enn í því að hrópa, dæma og kasta...
Förum nú að hætta þessum eineltis tilburðum.. setjumst niður og ræðum málin og grípum til aðgerða.. það er sama hver á í hlut, LÍÚ, Samfykinginn, Samtök atvinnulífsins, Sjálfstæðisflokkurinn, ASÍ eða Framsóknarflokkurinn.. Allir geta lagt í púkkið.. og allir hafa hugmyndir sem örugglega virka, en ef eitthvað er hunsað, dæmt, útilokað eða afskrifað vegna þess að það kemur ekki frá "réttum" aðila, þá týnst það sem gott er í hugmyndum hvers hóps..
Samvinna er lykilorðið hér...
Góðar stundir...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)