Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
15.2.2011 | 12:51
Ég veit ekki betur en....
Að þessi kvikindi finnist líka á Melrakkanesfjalli í vötnunum sem þar eru gengt Búlandsnesinu.. Mig minnir það að minnsta kosti.. Það væri nú áhugavert að kanna það aðeins hvort að þau leynist víðar á svæðinu...
En ég man eftir svipuðum kvikindum í hinum ýmsu pollum í kringum bæinn heima (á Bragðavöllum) en það má vera að það sé eitthvað annað..
En fínt framtak hjá frændum mínum á Djúpa..
Friðlýsa búsvæði tjarnaklukku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2011 | 08:35
Þegar páfinn...
Er kosinn þá eru kardinálarnir lokaðir inni, þar til niðurstaða er fengin...
Það sama þyrfti að gera hér, aðilar vinnumarkaðar ásamt fulltúum úr ríkisstjórn lokaðir inni til að fá niðurstöðu í málið..
Sleppt út þegar botn væri kominn í það... eða kanski....
Samningafundur í 15 mínútur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2011 | 15:45
Sá yðar....
Sem syndlaus er kasti fyrsta steininum...
Ég er viss um að allir sem núna hafa tjáð sig um þetta, myndu þiggja sambærileg kjör væru þau í boði, ég myndi klárlega gera það....
Það er búið að blogga slatta um þetta og komnar eru nokkrar athugasemdir við þau blogg, en hér er vantar miklar upplýsingar til að umræðan geti talist málefnaleg..
Hver eru starfskjör þessarara ágætu konu?? Hvað er kveðið á um bílinn í samningi hennar, hefur hún fulla og ótakmarkaða notkunarheimild af þessum bíl?? Ef svo er hvað er þá málið...? Það hefur komið fram að skattkerfið er þannig að það er hagkvæmara fyrir launþega og fyrirtæki að semja á þessum nótum, engin tryggingargjöld minni skattar engin launatengd gjöld og svo framvegis..
Gæti kanski verið að meint misnotkun hennar sé að spara Kópavgsbúum peninga þegar upp er staðið... ??
Ég veit það ekki, veit það einhver annar...
Síðan þegar þetta er sagt má altaf deila um keisarans skegg í þessu máli hvort að svona eigi að vera til eða hvort að þetta er réttlátt, en til þess að hægt sé að meta það, þá þurfa menn og konur að hafa allar staðreyndir málsins á hreinu..
Það er á hreinu...
Bæjarstjóri gagnrýndur fyrir bílanotkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2011 | 10:12
Pine mouth.....
Hluti af furuhnetum getur valdið bragðtruflunum, 1-3 dögum eftir neyslu og varir nokkra daga eða vikur.
Þessu er lýst þannig að allt sem borðað er bragðast með bitrum málmkeim. Þetta er mjög óþægilegt, en það eru engin varanleg áhrif. Þessu fyrirbæri var fyrst lýst í vísindaritgerð árið 2001 Sumir hafa nenfd þetta "Pine mouth" og er ekki langt síðan þessu fyrirbrigði var fyrst veitt athygli.
Nestlé Research Centre hefur leitt líkum að tiltekin tegund af kínverskum furuhnetum sé orsök vandans. Þessi tegund er minni, og dekkri og meira hringlafa en dæmigerðar furuhnetur. Þessar niðurstöður Néstlé staðfestir Danska matvælaeftirlitið og tengir þessar hnetur við "óviðurkenndur" hnetur úr Pinus armandii (Kínverskri hvít furu) og Pinus massoniana (Kínversk rauð fura), sem hafa annarskonar fitusýrur en "viðurkenndar" furuhnetur. Þessum hnetum er blandað saman við þær viðurkenndu frá Kína til að mæta aukinni eftirspurn til útflutnings.
Málmbragðið eða sápubragðið" er þekkt sem "metallogeusia", er yfirleitt greint 1-3 daga eftir inntöku, og varir allt að 3 vikur. Ekki er vitað um varanlegt tilvik og í öllum þekktum tilfellum leysist þessi leiði kvilli af sjálfum sér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)