Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
14.9.2011 | 07:56
Hvernig er þetta....
Eiginlega.. Er ekki utanvega akstur bannaður á Íslandi.??
Það var reyndar ekki það sem sló mig mest í þessari frétt að þarna sé verið að aka utanvega, þó að það sé slæmt heldur sú setning sem segir:
"Almennur akstur upp á Skógaheiði er bannaður og aðeins einstaka ferðaþjónustufyrirtæki, vísindamenn, björgunarsveitir og slíkir meiga fara þar um"
Þarna erum við að reka okkur á það sem margir hafa gagnrýnt en það er sú mismunum sem virðist fara vaxandi í umferð okkar um landið. Sumir meiga en aðrir ekki... Hversvegna??
Ekki vil ég gera lítið úr þörf Björgunarsveita og vísindamanna við að aka um svæði sem eru lokuð og jafnvel við vissar aðstæður utan vega, en ég get á engan hátt skilið hversvegna slóðum og vegum er lokað fyrir almenningi. Fyrir því eru bara engin rök.
Aðilar sem eiga landið og slóðana geta reyndar lokað á umferð, og þeim er það heimilt samkvæmt lögum, nema að slóðin eða vegurinn hafi fengið fé frá hinu opinbera, eins og t.d. úr fjallvegasjóði eða styrkvegasjóði eða ef veginum er sinnt af vegagerðinni varðandi viðhald og annað slíkt.
Nú veit ég ekki hverslags er með þenna tiltekna veg eða slóða en ef fé frá ríkinu hefur verið eyrnamerkt þessum spotta þá á hann að vera öllum opinn...
Telur hættu á að nýr vegur myndist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2011 | 10:27
Merkilegt....
Hvað úrræðaleysið er algert í þessum málum... Menn berja sér á brjóst og segja að hér sé allt á betri veg að fara og úrræðin séu næg og góð.
Hvað með þá sem áttu sína útborgun og allt þeirra sparifé er horfið í gin banka og lánasjóða því ekki fá þeir fyrirgreiðslu, jafnvel þó að þeir eigi í erfiðleikum með að borga... "Þú átt of miklar eignir" er svarið sem þetta fólk fær, en eignahlutur þeirra í eigin húsnæði er farin úr 30-40% niður í 10-0%
Eiga þessir einstaklingar engan rétt??
Ég þekki hjón sem greiddu út í sínu húsi 5 milljónir og tóku 18 að láni hjá íbúðalánasjóði. Sparifé sem hafið verið önglað saman í gegnum tíðina og hófleg skuldsetning og að sjálfsögðu stillt af miðað við tekjur.
Nú er staðan sú að 23 milljóna eignin stendur rétt tæplega undir því láni sem tekið var á húsið, en þau eiga ekki rétt á neinum "leiðum" þar sem þau eru ekki "yfirveðsett" að mati sjóðsins....
Það átti að sjálfsögðu að fara í flata niðurfellingu strax í kjölfar hrunsins, á meðan svigrúm var til afskrifta. Nú er svigrúmið ekkert bankarnir eru í eigu kröfuhafa sem vilja hámarka sitt pund og ekki eru þeir að spá í afkomu Jóns og Gunnu á skerinu kalda.
Flöt lækkun skulda uppá 20-25% hefði verið ódýrasta leiðin til að fara, sértæku úræðin hefði síðan komið til viðbótar handa þeim sem sú leið hefði ekki dugað fyrir...
En sú góða hugmynd varð ekki til á réttum stað, ef það kemur ekki frá VG eða Samfylkingu, þá er ekki hægt að nota það..
Helvítis fokking fokk....
2.9.2011 | 11:16
Þetta er....
Alveg með ólíkindum...
Ríkisstjórnin er óstarfhæf og hún ætti að sjá sóma sinn í því að fara frá. Mig skortir orð til að lýsa þessum fíflagangi, allt gert til að halda völdum, bullandi ágreinngur um annað hvert mál, ályktanir floksráða skjóta á samstarfsflokkin eins og engin sé morgundagurinn ofl ofl.
Og ekki nóg með það, heldur er brostið á hér bullandi góðæri ef eitthvað er að marka ræðu forsætisráðherra..
Ég legg til að við leggjum niður Spaugstofuna og útvörpum og sjónvörpum beint frá þingflokksfundum og Alþingi...
Helvítis vitleysa...........
Frumvarpið fellt í nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |