Bloggfærslur mánaðarins, október 2012
12.10.2012 | 22:04
12.10.2011....
Lónsball, Atlavík, Músíktilraunir, Vogur, bílskúrinn í Höfn, ball í Sindrabæ.. og ekki endilega í þessari röð...
Þetta er það sem rennur um huga minn núna þegar ég minnist vinar míns Jóns Ægis Ingimundarsonar á dánardægri hans 12.nóv..
Verslunarmannahelgin 1999 (að mig minir) Atlavík á öðrum degi í sól og sumaryl.. skálað og haft gaman alla dagana.. við vorum reyndar stundum í misjöfnu ástandi.. en hvað með það.. við vorum að skemmta okkur og það gekk bara vel.. Man sérstaklega vel eftir því þegar Ægir reyndi mikð að fá Steinar bassaleikara í SúEllen til að minka bassan í hljóðkerfinu.. Stóð uppvið sviðið vel kenndur og kallaði Steinar.. STEINAR.. það er of mikill bassi.. ÞAÐ ER OF MIKILL BASSI.. En Steinar, Gummi Gísla og félagar í SúEllen tóku ekki eftir eða létu eins og þeir tækju ekki eftir neinu en við skemmtum okkur yfir því engu að síður
Lónsball.. Þegar við spiluðum með Stjórninni.. Kalli Elvars var að vinna svo að það dæmdist á okkur hona að syngja... Þetta var sumarið sem GCD var uppá sitt besta.. og auðvitað spiluðum við Mýrdalssandinn og fleiri slagara með þeim.. ásamt fullt af öðrum lögum... Djöfull var það gaman... Bara tær snilld alveg hreint.. held að þetta sé eitt af bestu kvöldum ævinar og allir snillingarnir samankomnir ég, Gummi, Róbert og að sjálfsögðu meistarinn sjálfur Jón Ægir.... Kalli kom svo reyndar í restina.. frábært kvöld í alla staði.. Og við vorum ekki síðri en Stjórnin.. eða í það minnsta í minningunni..
Múskíktilraunir.. við vorum ellismellirnir.. eða í það minnsta Ægir, Kalli og Kristján Ingimars... Sennilega hækkuðu þeir meðalaldurinn um svona 20%... en það var allt í lagi.. við skemmtum okkur gríðarlega vel... Við meikuðum það ekki en djöfull hvað var gaman... algjör snilld... Og heimferðin.. Hún var snilld.. stoppað í Paradísarhelli og fleiri stöðum sem eru ekki venjulega á dagskrá svona drengja eins og okkar... Torfkirkjan á Núpsstað.. Lómagnúpur... Jölulsárlón.... og fleiri staðir... Magnað..
Bílsskúrinn í Höfn.. takið eftir.. í Höfn ekki á Höfn.. Þar var nú margt brallað en þó aðallega spilað.. en stundum var komið saman og tekið í hljóðfæri og tæmdar dósir.. oft glatt á hjalla... Og alltaf var meistarinn hrókur alls fagnaðar...
Ball í Sindrabæ.. Gítarinn minn var svo falskur að Gummi fékk nóg og kippti honum úr sambandi.. Ægir hló.. Lúlli staðarhaldari kom og hvartaði yfir því að glösin væru að hristast niður úr hillunum.. Ægir hló ennþá meira... Enduðum svo kvöldið á röltinu um götur Hafnar í Hornafirði fram undir morgun.. en svo sváfu allir þegar ég keyrði heim.. á gömlum lélegum sendibíl sem við fengum lánaðan hjá Snarvirkja.. (Ef ég man rétt)...
Þetta eru bara nokkrar minningar sem ég vildi deila með ykkur á þessum degi.. Væri kanski ástæða til að hamra svona niður á afmælisdegi meistarans.. en einhvernveginn þá varð ég að skrásetja þetta í kvöld því mér varð hugsað til þessa dags fyrir ári síðan..
Skarð sem skilið er eftir með þessum hætti af svona mönnum verður seint fyllt..
En minningin um góðan dreng lifir í hugum okkar og minningum..