Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
12.9.2012 | 23:07
Allir geta eitthvað en engin getur allt.....
Ég fylgdist með umræðu á Alþingi í kvöld sem leið. Þar var umræðuefnið stefnuræða forsætisráðherra. Margar góðar ræður voru fluttar, sumar voru mjög alvarlegar, aðrar heldur léttari eins og gengur og gerist á hinu háa Alþingi.
Misjöfn var sýn manna á málefni líðandi stundar og efnhagsmálin og stöðu okkar þjóðar. Ýmist er allt á vonarvöl eða allt í lukkunar velstandi. Sumir töluðu um fortíðina og hvað það er sem veldur núverandi stöðu í samfélaginu, aðrir töluðu um skamsýni og skort á dómgreind, aðrir töluðu um spillingu í fortíð og nútíð og svo mætti lengi telja.
En hvað er málið eða mál málana um þessar stundir??
Alþingi hefur sett mikið niður undanfarin misseri, virðing fyrir þingi er sáralítil, traust er horfið og í raun er Alþingi umboðslaust eins og staðan er í dag engin er ánægður með þá þróun sem þar hefur átt sér stað.
Því ætti mál málana á þingi í dag að snúast um það eitt að endurvinna traust og endurvinna virðingu endurvinna þann sess sem þjóðþingið á að hafa hjá okkur sem veljum fólk til starfans á fjögura ára fresti.
En hvernig er það hægt??
Með sammvinnu en ekki sundrungu, með auðmýkt í stað hroka, með málefnalegri umræðu í stað persónulegra skota, með að tala íslensku en ekki undir rós, með því að vinna góðum málum brautargengi sama hvaðan þau koma og með því að ná sátt um mikilvæg málefni en ekki keyra þau í gegn með látum og offorsi.
Þingmenn skutu föstum skotum, skotum sem eru ekki partur af málefnalegri umræðu, skotum sem ekki liðka fyrir um lausnum og úrvinslu vandamála, skotum sem við sem samfélag höfum ekki efni á eða tíma til að eyða í.
Ég ætla ekki að leggja einvhern dóm á það hvaða þingmenn og konur eiga þessi skot skilinn eður ei, en ég veit hinsvegar að þetta ágæta fólk hefur umboð þjóðarinnar til að vinna þarna, það umboð sem er endurnýjað á fjögura ára fresti og þetta sama fólk ætti að hafa á því vit og rænu að einbeita sér að úrlausn vandamála í stað þess að berja sér á brjóst og fara með miklar ræður um eigin ágæti og annara dugleysi.
Það má vel vera að einhver fótur sé fyrir því að þingmaðurinn Jón eða þingkonan Gunna séu ekki sínu verki vaxin, en það breytir ekki því að þau hafa sitt umboð hvort sem okkur líkar betur eða verr og það ætti að vera útgangspunktur hjá öllum 63 að gera sitt besta til þess að vinna í vandamálum þjóðarinnar og vera lausnarmiðuð takast á við vandamálin í samstíga í stað þess að eyða orku og tíma í plammeringar misgáfulegar.
Sumir þingmenn eins t.d. Sigmundur hvöttu einmitt til þess að unnið væri í vandamálunum í stað þess að einbeita sér að því að vera með hnútukast úr ræðustól og fengu þeir prik í kladdanum hjá mér, þeir sem skutu sem fastast á aðra flokka eða aðra þingmenn mistu prik á móti.
Við komum ekki til með að ná tökum á okkar vanda nema með samstilltu átaki og það er það sem nýbyrjað þing á að snúast um.
Ég er einnig að velta fyrir mér hvernig ég á að túlka mismunandi sýn ræðumanna á stöðu mála og held að þeir hafi flestir iðkað þá miklu list að draga einungis fram þann part sannleikans sem hentaði þeirra málstað, en það að segja hálfan sannleikan er oft meiri lýgi en en það að segja algjörlega ósatt og því ættu okkar ágætu ráðherrar og þingmenn að venja sig af því að skreita mál sitt með hálfum hagtölum, þeim helming sem þeim hentar.
En hvað um það, ég er ekki viss um að vinnubrögð þarna inni breytist nokkuð, en maður verður að lifa í voninni um að það gerist...
Leitum skynsamlegustu lausnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |