Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Aðgát skal höfð í nærveru sálar...

Unanfarin ár hefur átt sér stað bylting í viðmóti samfélagsmiðla á þann veg að lítið mál ef fyrir okkur sem það kjósum að tileinka okkur þessa miðla og nóta þá.  Margt jákvætt fylgir þessu, en því miður töluvert neikvætt líka.  Borið hefur á því að börn hafi nýtt sér þetta nýja form samskipta til eineltis, og við sem eldri erum höfum fallið í þá gryfju einnig svo vel er eftir takandi.

 

Það virðist nefnilega vera orðið að þjóðaríþrótt að tala illa um náungan, og mesta athyglina fær sá er verst velur orðin..  Mér finnst á köflum það vera með ólíkindum hvernig þessir annars mögnuðu miðlar  eru orðnir að gróðratstíu öfga þegar kemur að orðræðu um málefni og menn.  Við sem notum þessa miðla okkur og vonandi öðurm til einhvers gagns og ánægju fengum örlitla vakningu um ein áramót, þegar áramótaskaup sjónvarpsins var að hluta tileinkað því nýnæmi á opinberum vettvangi að mega athugasemdalaust uppnefna og kalla náungan öllum þeim verstu nöfnum sem okkur detta í hug hverju sinni af hvaða tilefni sem er.

 

Og þó svo að tilefni sé til staðar til að finna að hegðun, orðum eða gjörðum  einstaklinga af hinum ýmsu stigum þjóðfélagsins, þá virðast aðfinnslur netverja miða að því einu að særa, hneyksla eða ganga sem mest fram af þeim sem letrið berja augum, lítið fer fyrir málefnalegri umræðu eða gagnrýni, gagnrýni sem miðar að því að rýna til gagns og hugsanlega leggja nýja sýn inn í umræðuna og jafnvel bæta það sem rætt er um hverju sinni.

 

Einn angi af þessu er hversu mikill dilkadráttur er tengdur þessu og yfirleitt er lægsti mögulegi samnefnarinn notaður yfir hóp fólks og allir settir undir sama hatt.  Við sjáum þetta í ýmiskonar umræðu t.d. um ýmsa þjóðfélagshópa og starfsstéttir, jafnvel mjög fjölmenna hópa og það gefur augaleið að ekki eru allir eins þó svo að þeir stundi sama atvinnuveg eða deili skoðunum á málefnum líðandi stundar.  Hóparnir eru  dæmdir einsleitir þó svo að sannleikurinn sé langt frá því að vera á þá lund sem gefið er í skyn.

 

Misjafn sauður er í mörgu fé er orðatiltæki sem hér á ágætlega við, það er nefnilega svo að fólk er jafn misjafnt  í orðum og gjörðum og fjöldi þeirra gefur tilefni til hverju sinni og því ætti ekki að velja eins og áður sagði, lægsta mögulega samnefnarann til viðmiðunnar heldur að horfa til þess sem hver einstaklingur hefur til málana að leggja.

 

Því verð ég að enda þennan stutta pistil á því að hrósa þeim sem ekki hafa tamið sér þann leiða sið að uppnefna, stuða og hneyksla á þessum vettvangi,  heldur eru að reyna að byggja upp gagnlega og vitræna umræðu okkur öllum til hagsbóta.  Vandin er hinsvegar sá að einhverra hluta vegna fær það ekki sömu athygli fjöldans að vera „dannaður“  eða málefnalegur í málflutningi en það má samt ekki að stöðva þá sem vilja í því að velja þann veg.

 

Það er hverjum manni hollt að fá gagnrýni á sínar gjörðir og verk, en það er líka hverjum manni hollt að byggja sína gagnrýni á málefnalegum grunni og við vitum það vel aðgagnýni sem sett er fram á málefnalegan hátt er miklu vænlegri til þess að hafa áhrif á skoðanir annara og niðurstöðu mála en sú aðverðar fræði að uppnefna, dæma og formæla í gríð og erg án þess að málefnið fá í raun nokkurt innlegg sem til gagns má teljast.

 

Góðar stundir


"Lífið er það sem gerist þegar þú ert upptekin við að gera aðrar áætlanir"

Þetta textabrot lauslega þýtt af undirrituðum kemur fyrir í lagi eftir John Lennon þar sem hann syngur til sonar síns Sean í laginu Beutyful Boy af plötu sem heitir Double Fantasy sem kom út 1980

Before you cross the street take my hand.
Life is what happens to you while you’re busy making other plans.

Ekki var þó bítillinn fyrrverandi sá sem varpaði þessu spakmæli fram fyrstur heldur er til tilvitnun í teiknimyndapersónu að nafni Steve Roper í blaðinu Reader´s Digest frá því í janúar 1957.  Höfundur þessarar teiknimyndapersónu hét  Allan Saunders átti hann þarna ágæta kollgátu um lífið og tilveruna sett saman í eina hnitmiðaða setningu..

En umfjöllum um orðatiltækið var nú ekki aðalvangavelta dagsins heldur um intak þess.. Við gerum allskonar plön og áætlanir um æfina en hversu mikið af þeim nær fram að ganga??  Ég hef persónulega alltaf dáðst að fólki sem getur gert langtímaplön um sitt líf.. Aldrei hef ég getað það kanski fyrir viku í senn, eða fram að mánaðarmótum.. Segir kanski meira um það hversu skipulagður ég er eða öllu haldur ekki skipulagður..

En hvað um það.. hef s.s. ekki verið neitt að sýta það þó að þau litlu plön sem gerð hafa verið séu með þá tilhneigingu að ganga ekki upp.. held að skipulag sé ekki endilega lykillinn að lífsfyllingu frekar tel ég að uppskriftin sé sú að njóta augnabliksins og upplifa það með sínum kostum og göllum.. Takast á við vandamál með stóískri ró og yfirvegun og muna að alveg sama hversu svartur dagurinn í dag er, þá kemur annar á morgun og annar þar á eftir og fjölmargir eftir það og bróðurpartur þeirra verður framúrskarandi góður eða í það minnsta bærilegir..

Það hefur reynst mér vel að velta mér ekki uppúr neikvæðni og svartsýni, jákvæðni og bjartsýni hefur skilað miklu meiru og ekki bara fyrir mig heldur fyrir okkur öll.. Sjáið t.d. fyrir ykkur vísindamann sem er á barmi þess að uppgvötva nýja hluti eða finna þá upp.. Hversu langt nær hann ef við kvæðið erþetta er ekki hægt eða þetta er ómögulegt.. ? Hann stoppar hann kemst ekki lengra og það verður stöðnun... Ef hann á hinnveginn segir  þetta er hægt eða þetta er mögulegt þá eru honum lítil sem engin takmörk sett.

En megin inntakið átti að vera þetta: Njótum þess góða sem dagurinn í dag hefur uppá að bjóða það er fjölmargt ef vel er að gáð og oft leynist það í hversdaglegum hlutum sem okkur yfirsést vegna þess að við erum upptekin af því að gera plön þegar við ættum að vera upptekin af því að lifa lífinu sem áfram líður, óháð skipulagi eða óreyðu.

Góðar stundir..



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband