Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014
13.5.2014 | 08:10
Holir fjallgarðar..
Af samgöngum.
Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarin misseri um samgöngur á landi hér Austanlands. Og reyndar ekki bara misseri, heldur áratugi og oft hafa menn togast á um forgangröðun á vegafé, svo ekki sé meira sagt.
Þessi umræða er einnig mikil í dag og munu sjálfsagt verða áfram um ókomin ár því að þetta mál er eitt af þeim sem allir hafa skoðanir á, eða flestir.
Ég tók því saman til fróðleiks atriði úr skýrslu sem að Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri vann fyrir sveitarfélög hér Austanlands árið 2005, en skýrsla þessi var kynnt á fundi SSA á Reyðarfirði það sama ár.
Skemmst er frá að segja að þessi ágæta skýrsla hefur einungis safnað ryki og lítið verið notuð til að leggja mat á möguleg jarðgöng hér Austanlands en skýrsluna má nálgast í heild sinni hér: http://www.rha.is/static/files/Rannsoknir/2005/Austurland-vefutgafan.pdf
En ég tók saman helstu upplýsingar um jarðgöng milli Norðfjarðar (Fannardals) og Seyðisfjarðar um Mjóafjörð. Upplýsingarnar eru úr skýrslunni með örlitlum styttingum og orðalagsbreytingum.
Göng frá Norðfirði til Mjóafjarðar: Gangamunni að sunnan yrði í
120 m.y.s, en gangamunni að norðan í 70 m.y.s. Lengd ganga
yrði 6,35 km, þar af lengd skála 200 m.
Göng frá Mjóafirði til Seyðisfjarðar: Gangamunni að sunnan í 30
m.y.s, gangamunni að norðan í 240 m y s. Lengd ganga 5,1 km.
Þar af lengd skála 200 m.
Lengd vega yrði samtals 8,8 km Stytting leiða miðað við gefnar forsendur vegna jarðganga milli Eskifjarðar og Seyðisfjarðar í gegnum Fannardal og Mjóafjörð með nýjum Norðfjarðargöngum.
Seyðisfjörður - Neskaupstaður 67 km
Seyðisfjörður - Eskifjörður 48 km
Seyðisfjörður - Reyðarfjörður 20 km
Seyðisfjörður-vegamót í Reyðarfirði 16 km
Seyðisfjörður- Breiðdalsvík 7km
Eskifjörður-Egilsstaðir 3km
Mjóifjörður - Seyðisfjörður 47km
Mjóifjörður - Norðfjörður 63km
Mjóifjörður - Eskifjörður 31 km
Mjóifjörður - Reyðarfjörður 18 km
Frá Norðfirði er 4 km styttra, en er í dag, um ný göng en um Oddskarð til allra staða sunnan ganga.
Af þessu má sjá að áhrif ganganna eru gífurleg, Seyðisfjörður kemst nær öllum bæjunum sem eru fyrir sunnan hann allt að Breiðdalsvík. Næsti bær við Seyðisfjörð verður Eskifjörður. Það er athyglisvert, ekki síst í ljósi þess að á báðum stöðunum sitja sýslumenn fyrir sitt hvort umdæmið. Neskaupstaður færist nær Egilsstöðum og Eskifjörður einnig þó lengri tíma taki að fara styttri leiðina.
Þarna yrði um að ræða gríðarlega breytingu á samskiptamöguleikum Seyðfirðinga og íbúa á fjörðunum þar fyrir sunnan, jafnframt því sem vetrareinangrun Mjóafjarðar og Seyðisfjarðar væri rofin. Vegalengdin milli Seyðisfjarðar og Neskaupstaðar úr 97 km í 30 km og þar með væru þessi byggðarlög á sama atvinnusvæði. Þetta skiptir ekki aðeins máli vegna styttingar á vegalengdum, heldur einnig vegna aukins öryggis í ferðum, t.d. vegna flugs frá Egilsstöðum til útlanda og siglinga ferjunnar Norrænu, eins og áður hefur verið nefnt. Í heildina talið er um að ræða stórkostlega breytingu á möguleikum til samskipta.
Arðsemi af þessum jarðgöngum yrði einnig umtalsverð miðað við marga aðra kosti sem skoðaðir hafa verið á Austurlandi, eða um 2.3% (reiknað 2005) En í skýrslu RHA frá er reiknað með að arðsemi Norðfjarðarganga sé um 1.75% Stofnkostnaður (árið 2005) var reiknaður um 6,7 milljarðar en gæti verið um 13 milljarðar framreiknað, það er þó mest mín ágiskun, þar sem Norðfjarðargöng voru reiknuð í rúmum 4 milljörðum árið 2005, en í dag er reiknað með að þau kosti um 10 milljarða.
Ég hvet alla sem áhuga hafa á samgöngumálum og jarðgöngum að kynna sér þessa skýrslu, í henni er mikill fróðleikur um mögulega kosti í jarðgöngum hér Austanlands og velt fram þeirra kostum og göllum og mögulegum áhrifum á íbúa og byggðaþróun.
Góðar stundir..
6.5.2014 | 23:47
Afhverju og hversvegna..?
Hvað fær þig til þess að standa í þessu..?
Var ég eitt sinn spurður af félaga mínun um það áhugamál mitt sem kallast sveitarstjórnarpólitík...
Það varð eitthvað lítið um svör.. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að svara þessu.. Ekki eru það launin þau eru ekki þess virði að eltast við þetta, ekki er það þakklæti samfélagsins, maður fær venjulega bara að heyra það þegar eitthvað mælist illa fyrir, annars ekkert. Ekki eru það völd eða áhrif, því að þó vissulega fylgi þessu hlutverki eitthvað slíkt þà er það ekki þess eðlis að um raunveruleg völd sé að ræða, en vissulega einhver áhrif...
Erum við kanski kominn þar að kjarna málsins..? Eru það áhrifin sem ég get haft á okkar samfélag sem er málið..? Hvernig það mótast og breytist, hvernig það lítur ùt..?
Ég get í það minnsta haft meiri áhrif á fundi í nefnd eða bæjarstjórn en á fundi í eldhùskróknum heima, er það ekki? Ég get gefið af mér til þess samfélags sem ég bý í, ekki bara verið "eldhùsgagnrýnir" og þiggjandi og reynt að leggja mitt af mörkum til að móta okkar samfélag til framtíðar og betri vegar.
Nù hljómar þetta kanski óttarlega hrokafullt, "eldhùsgagnrýnir" og allt það, en vonandi verður mér það fyrirgefið. En það er oft einmitt tilfellið að það er lítið mál að gagnrýna öll mannana verk og öll orka þau tvímælis þá framkvæmd eru, en ef að menn taka ekki þátt þá verður litlu áorkað.
Að taka þátt er lykilatriði og að vera virkur í sínu samfélagi, rýna til gagns og reyna að láta gott af sér leiða.
Stundum gengur það vel, stundum finnst fólki illa að verki staðið, stundum liggur allt ljóst fyrir og málin eru einföld og blátt áfram en stundum eru þau flóknari og kalla á málamiðlanir og samninga, en alltaf eru þau unnin af góðum hug og með það að leiðarljósi að ná sem bestri niðurstöðu fyrir sem flesta.
Nù taka ég bara fyrir mig en þetta er sennilega það sem fær mann til að gefa kost á sér aftur og aftur til þeirra trùnaðarstarfa sem sveitarstjórnarmálin eru..
Góðar stundir