Bloggfærslur mánaðarins, desember 2019
14.12.2019 | 23:12
Kristján Kristjánsson
Þegar ég flutti á Reyðarfjörð 1995 þá þekkti ég akkúrat engan þar. Hafði reyndar mætt í atvinnuviðtal hjá FMA þremur vikum fyrr og hitt þar Sigurjón Badursson sem þá veitti því fyrirtæki forstöðu og honum leist það vel á þennan dreng sem ég var þá að hann réði hann í vinnu.
Annan nóv byrjaði ég mína vinnu hjá Flutningamiðstöð Austurlands, ég húkkaði mér far með einum af flutningabílum þeirra frá Djúpavogi um miðja nótt, og byrjaði að losa bílana kl 7 þann sama morgun.
Ég var ekki komin með húsnæði eða nokkuð annað sem telst vera eðlilegt þegar menn flytjast búferlum, en þegar ég fór af stað í þess vegferð þá var ég þess fullviss að allt myndi ganga eins og í lygasögu, og það gekk alveg eftir.
Einn af þeim fyrstu Reyðfirðingum sem ég kynntist var Kristján Kristjánsson, sem þá átti og rak ásamt félaga sínum Birni, Vélaverkstæði Björns og Kristjáns. Hann var fyrsti kunnin sem birtist inn á Flutningamiðstöðinni minn fyrsta vinnudag til að athuga með pakka sem hann átti von á frá víkinni við sundin.
Kristján spurði auðvitað strax þegar hann sá þarna nýjan snáða að skottast um á lyftara við að losa þá bíla sem komu með frakt úr Reykjavíkinni, hvað hann væri að gera og hverra manna hann væri.. stutt, einfalt og hnitmiðað.. ekkert bull og kjaftæði bara grafist fyrir um kjarna málsins... eins og að á að vera...
Mörg ár liðu og Kristján varð einn af þessum kúnnum sam maður var bæði hrifin af og örlítið kvíðinn að fá til sín.. því að hann vildi einfaldlega að allt væri bara í lagi og að hver stæði við sitt. Hann var alderi ósanngjarn eða leiðinlegur engin frekja eða yfirhgangur, orð skyldu standa, hvítt átti að vera hvítt og svart átti að vera svart.
Ég kynntist Kristjáni síðan betur eftir því sem árum mínum á Reyðarfirði fjölgaði, hann og hanns fyrirtæki sinnti viðhaldi á tækjum sem ég var með sem vertaki hjá Samskip ásamt því að sinna viðhaldi á mínum tækjum einnig.
En kynni mín af Kristjáni urðu enn meiri þegar ég fór að skipta mér af pólitík í Fjarðabyggð. Kristján var nefnilega mikill áhugamaður um pólitík bæði í héraði og á landsvísu og ófáa fundina sat ég þar sem að rædd voru málefni líðandi stundar, og Kristján var þar mættur til að leggja orði í belg.
Og það góða var að Kristján var ávalt hreinn og beinn.. sagði sína skoðun akkúrat eins og hún birtist honum, án þess að velta sér of mikið upp úr því hvaða skoðun aðrir hefðu.. Aldrei talað undir rós, aldrei talað öðruvísi en allt væri upp á borðum, beinskeitt blátt áfram og einfalt..
Oft voru spurningarnar beittar og jafnvel óþægilegar en aldrei ósanngjarnar og alltaf málefnalegar.. Eftir á að hyggja fyllist maður þakklæti yfir því að einhver væri svona bláttáfram og heiðarlegur, það kenndi manni ýmislegt í þessu pólitískra vafstri að fá gagnrýni frá svona fólki.
Það er þessi beinskeytni og þessi heiðarleiki sem ég minnist mest hjá þessum öndvegismanni sem Kristján var. Blátt áfram og engin feluleiur með eitt né neitt, hann kom til dyrana eins og hann var klæddur og aldrei öðruvðisi.
Nokkrum dögum áður en hann kvaddi þessa jarðvist, á hitti ég hann, eins og oft áður inn á Olís á Reyðarfirði. Hann sagði mér að hann hefði lennt í heilsutengdum áföllum og væri svona hægt og rólega að reyna vinna síg út úr þeim. Sama yfirvegunin, sami heiðarleikin, sama æðruleysið..
En því miður, þá gekk ekki sem skyldi fyrir Kristján að vinna úr þessum heilsutengdu vandamálum og nokkrum dögum síðar kvaddi hann þessa jarðvist.
Ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)